Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 134
SKAGFIRÐINGABÓK
lokuðum glösum. Langur kafli er um sláturstörf, súrsun, sölt-
un og reykingu. Einnig um osta og skyrgerð. Það sem helst vek-
ur athygli nútímafólks í þessum köflum er nýting matvæla.
Þar getur að líta ýmsa rétti, sem við þekkjum ekki lengur, svo
sem heilastöppu og kennt er að súrsa roð og sundmaga.
Því er oft haldið fram að Islendingar hafi ekki ræktað græn-
meti um aldamótin. Hér skal ekkert fullyrt um hversu algengt
það hafi verið, en af bók Elínar má ráða að nokkuð hafi verið
um kálrækt. Hún sér að minnsta kosti ástæðu til að skrifa smá-
kafla um hvernig best sé að geyma kartöflur, rófur og grænkál.
Hér má einnig minna á, að á Hjaltastöðum var ísastörin sett í
kálgarðinn. I dagbókum Olafs Sigurðssonar frá Asi má lesa eft-
irfarandi um ræktun grænmetis. Þann 11. júní 1883: „sáð rófu
fræi,“ og 20 árum síðar, 21. maí 1903: „farnar að koma upp
kartöflur og kálplöntur."48
Annað vekur einnig athygli, en það er matreiðsla á síld. Því
hefur einnig verið haldið fram, að þjóðin hafi ekki nýtt síld til
matar á þessum tíma. Elín kennir hvernig sjóða skuli nýja síld
og einnig eru uppskriftir að saltsíld í ediki og síldarsalati í þess-
ari bók. Þá verður manni aftur hugsað til dagbóka Ólafs í Ási,
en 13. ágúst 1864 segir hann: „reri jeg, 94 í hlut og fékk 170
hafsíldir", og síðar þann 29. mars 1865: „sendi jeg eptir síld."49
Ólafur getur þess að vísu ekki hvort síldin var notuð til matar,
en það er allt eins líklegt, þó hún hafi síðar verið notuð nokkuð
til skepnufóðurs.
Fyrsti kafli bókarinnar heitir „Umgengni í búri og eldhúsi."
Kaflinn á ekkert erindi til nútímafólks hvað umgengni varðar,
en er sagnfræðilegur fjársjóður, því hann sýnir hvernig þjóðin
bjó um aldamótin. Þetta á við um fleiri kafla bókarinnar, og
fyrir þá sök er hún einstök heimild. Þjóðir skrá sögu sína sem
sögu stjórnmála og átaka þeim tengdum, en lítið er ritað um
48 HSk 12 4to.
49 Sama heimild og hér á undan.
132