Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 131
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
Engin hefð var hér á landi fyrir útgáfu matreiðslubóka þegar
Elín samdi Kvennafræðarann. Aður hafði komið út bók sú,
sem kennd er við Mörtu Maríu Stephensen, Einfaldt Matreiðslu
Vasa-Over, handa heldri manna húsfreyjum, prentuð í Leirárgörð-
um árið 1800, og bók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur, sem
heitir Ný matreiðsluhók, ásamt ávísun um litun, þvott o.fl., prentuð
á Akureyri 1858.43 Bók Mörtu Maríu hefur höfundur ekki
skoðað, en bók Þóru Andreu er höfð hér til samanburðar.
Þeir sem rituðu matreiðslubækur fyrir Islendinga á síðustu
öld þurftu að hafa margt í huga. Flestar matreiðsluuppskriftir
eru þýddar úr einu tungumáli á annað, og á síðustu öld hefur
flest verið þýtt úr dönsku. Okkar tunga átti þá ekki orð yfir
ýmsar kryddjurtir, grænmeti og annað, sem nú er alþekkt, en
varðandi mat og matreiðslu þá er alltaf mikið af alþjóðlegum
orðum, sem ekki er reynt að þýða. Auk þessa þekkti þjóðin
ekki þá erlendu rétti, sem verið var að kenna tilbúning á. Einn-
ig gat reynst erfitt að fá kryddvörur og grænmeti sem á þurfti
að halda við tilbúning ýmissa rétta. Hýbýli og húsbúnaður
gamla íslenska sveitaþjóðfélagsins var líka gjörólíkur því sem
tíðkaðist meðal erlendra þjóða. Hér þurfti því ekki aðeins að
þýða og búa til nýyrði yfir „krásir útlendra“, heldur einnig að
laga allt að íslenskum aðstæðum.
Margar konur, sem lásu dönsku, hafa vafalaust átt danskar
matreiðslubækur, en það átti ekki við um allan almenning.
Þóra Andrea ritar greinargóðan formála að bók sinni og segist
hún ráðast í útgáfu hennar fyrir áeggjan kvenna, sem séð hafi
slíkar bækur, en óski þess að eiga þær á íslensku. Hún segist
hafa þýtt margar uppskriftir úr dönskum bókum og ræðir
meðal annars þýðingarvandann: ....eigi var ætíð auðvelt að
velja orð á íslensku til að þýða rjetti og krásir útlendra; og má
vel vera að betur hefði farið að halda hinum útlendu nöfnum
43 Bók þessi er í eigu höfundar en titilblað vantar. Titill bókarinnar er tekinn úr
Bókaskrá Gunnars Hall. Undir formála ritar Þóra Andrea Nikólína Jónsdóttir.
9 Skagfirdingabók
129