Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 146
SKAGFIRÐINGABÓK
Jón stundaði nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þar rækti
hann íþróttir af kostgæfni, einkum þó glímu, enda var hún þá
mjög í heiðri höfð, jafnvel til, að hún væri nefnd drottning
íþróttanna. En þá vetur mun Hjálmar hafa átt fárra kosta völ
um glímunauta. En þótt þá skildu leiðir, héldu þeir vináttu
sinni, svo að hvergi bar skugga á meðan báðir lifðu.
Dagana 22. til 27. marz 1915 var bændanámskeið haldið á
Hólum í Hjaltadal. Þangað sóttu bændur víðsvegar að af Norð-
urlandi. Meðal þeirra var Hjálmar Þorsteinsson. A heimleið fór
hann um Sauðárkrók. Leitaði hann þá á fund Jóns. Hversu sem
ræður þeirra hafa fallið, þá er það víst, að þar var rædd og ráðin
sú ákvörðun Jóns að freista þess að komast af landi brott og að
sjálfsögðu bak við settar reglur. Til þess mundi þó þurfa nokk-
urs við um undirbúning, enda varð Jón að bíða þess gangfæris,
að slóð hans yrði ekki rakin.
Þegar Hjálmar kom heim, tók hann til óspilltra mála um
byggingu fylgsnis. Bæjarhúsum var svo háttað á Mánaskál, að
þau stóðu í röðum frá austri til vesturs. Syðst að austan var
baðstofa. Vestur af henni gekk skemma, er sneri gaflþili fram á
hlaðið. Milli baðstofunnar og skemmunnar var gaflhlað, þykkt
og vel gróið. Var fangráð Hjálmars að grafa þannig burt gafl-
hlaðið, að þakið hreyfðist hvergi. Var það auðgert. Frostið hélt
því óhögguðu, meðan grafið var. Þiljaði hann undir, svo ekki
kæmi sig til, þegar leysti. Þiljaði og fyrir innri skemmugafl-
inn. Milli innra skemmuþilsins og baðstofugaflsins fékkst rúm-
lengd. Að öðru leyti mun vistarveran hafa verið kostafá. Dyr
voru settar á gaflþil baðstofunnar og þær vandlega faldar með
fötum, er þar héngu að staðaldri.
Til þess að fela það, sem þarna var að gerast, tók Hjálmar
allt, sem skemman hafði að geyma, og kom því fyrir annars
staðar. Setti hann svo jötur með báðum hliðveggjum hennar.
Tók hann nokkrar af hinum eldri ám sínum þar inn undir því
yfirskini, að hann væri að mismuna þeim. Þótti grönnum hans
þetta snjallræði. Mun fáa hafa grunað, hvað undir bjó.
144