Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 144
SKAGFIRÐINGABÓK
færi mildum höndum um sök hans, mun hún hafa að engu
orðið, þegar hann heyrði dóminn. Trúlega má telja, að hann
hafi átt fárra kosta völ um verjanda í málinu í yfirrétti, sem
hann treysti að fullu, enda ólíklegt að yfirréttur fengist til að
líta svo smáum augum á úrskurð Magnúsar Guðmundssonar,
að til mála kæmi að leysa svo þunga sök, að hans dómi, með
sakeyri einum saman. A það verður og að líta, hver geysimun-
ur var þá að almenningsdómi á refsivist og fésektum, jafnvel
þótt þungar væru að þeirrar tíðar mati. Jón var viðkvæmur,
hrifnæmur og heitgeðja. Það gerði vonbrigði hans við dómsúr-
skurðinn enn sárari.
Eigi verður með neinni vissu sagt nú, hversu snemma vakn-
aði hjá honum sú hugmynd að bjarga sér undan refsivendi lag-
anna á þann hátt, er síðar varð. Til þess bendir þó ýmislegt, að
það hafi hvarflað að honum að hverfa af landi brott fljótlega
eftir að hann sá í hvert óefni var komið. I bréfi því, sem áður er
vitnað til, segir, þegar hann ræðir um húseign sína á Sauðár-
króki:
Eg hefi ekki um annað að velja en að leita til míns fólks
eða selja [þ.e. húsið]. Það síðara kýs ég mér fremur og þá
auðvitað landflóttann á eftir. Eg get líklega ekki fundið
heppilegra orð yfir það, því landflótta eru allir, sem fara
héðan.
Á það ber að líta að þá gerir hann samkvæmt því sem áður seg-
ir, aðeins ráð fyrir sektum og telur sig því geta um frjálst höfuð
strokið á flóttanum. Síðustu setningarnar sýna og inn í hug
hans. Það tiltækið mundi honum sízt að skapi.
En hér má og skyggnast dýpra. Ein ágætasta félagsmála-
hreyfing, sem fram hefur komið meðal yngri kynslóða íslend-
inga, var ungmennafélagshreyfingin á fýrsta tug þessarar aldar.
Kjörorð hennar „Islandi allt“ var ekki slagorð. Það var hugsjón.
Jón var hvort tveggja í senn hrifnæmur og hugrakkur. Hann
hreifst af hugsjóninni og sór henni fylgi sitt af einbeitni full-
142