Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 120
SKAGFIRÐINGABÓK
lagið styrkti skólann fjárhagslega. Búnaðarfélagið gekk að til-
boði Elínar og veitti smáupphæð til skólans á næstu árum.30
En málinu lauk þannig að Búnaðarfélagið leysti til sín lóðina,
en hún hafði að mestu eða öllu verið í skuld, og hætti öllum
fjárstuðningi við skólann. Hólmfríður hélt rekstri skólans samt
áfram í fjölda ára. Hún keypti húseignina að Þingholtsstræti
28 og var skólinn þar til húsa. I Reykjavík gekk skólinn undir
nafninu „Hússtjórn." Árið 1942 ánafnaði Hólmfríður húseign,
borðbúnað o.fl. til Húsmæðraskóla Reykjavíkur við stofnun
hans.31
I áðurnefndri grein í Kvennablaðinu segir Elín um þessa fyrir-
huguðu skólastofnun sína: „Jeg sje í anda, hve mikið gagn má
leiða af slíkum skólum fyrir þjóð vora, ef þeir eru skynsamlega
og vel stofnaðir." Þær frænkur voru ríkar að hugsjónum, en
bygging hússtjórnarskóla var slíkt stórvirki, að hún var ekki á
færi einstaklinga. Elín var hagsýn kona og þekkti af eigin raun
erfiðleikana við að reka skóla, sem alltaf átti við fjárhagslega
erfiðleika að stríða. Hún hefur því tæplega ætlað sér að byggja
þennan skóla og reka hann fyrir eigin reikning. Líklegast er, að
margir hafi hvatt Elínu til þessara framkvæmda og hún treyst
á opinbert framlag í þessu skyni. Ekki hefur gróðahyggja ráðið
ferðinni, því engum var betur ljóst en henni, að skólagjöld
voru oft og tíðum erfið í innheimtu og fyrirtækið því ekki lík-
legt til að skila hagnaði.
Það voru ekki aðeins deilur um fjármagn, sem þarna stóðu í
vegi. Mikill ágreiningur var um, hvort rétt væri að reisa hús-
stjórnarskóla í Reykjavík eða öðru þéttbýli. Ymsir töldu að
slíkur skóli í Reykjavík væri aðeins ætlaður fínum dömum,
sem vildu nema hannyrðir og læra að standa fyrir dýrum veisl-
um og bændadætur hefðu ekkert með slíkar stofnanir að gera.
30 Búnaðarritid, 15. ár, Rvík 1901, bls. 238 og áfram.
31 Ragnhildur Pétursdóttir frá Háteigi: Hólmfríður Gísladóttir. Hlín, 36. ár,
Ak. 1954, bls. 15-20.
118