Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 121
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
Þessar skoðanir heyrðust nokkuð fram eftir þessari öld þegar
fyrstu húsmæðraskólarnir voru í byggingu.
Hvað Elínu varðar, þá hefur hún áreiðanlega ekki haft slíkan
skóla í huga, enda voru þetta nokkuð öfgafullar skoðanir svo
ekki sé meira sagt. Hitt var aftur eðlilegt og sanngjarnt að
ungar bændadætur vildu fá sömu menntun og bændaefnin og
óskuðu margir eftir því að skólabú væri rekið á Eyjarskóla.
Elín var ákaflega íslensk í hugsun,32 þótt hún hefði hlotið
menntun sína erlendis, og algerlega laus við tepruskap. Hún
unni sveit og sveitalífi, enda alin upp í sveit, þar sem hún var
látin vinna alla algenga vinnu. Eitt bréfa hennar sýnir hversu
vel hún þekkti til gamalla búskaparhátta og mat mikils, það
sem vel hafði reynst. Hún skrifaði Sigríði 31. október 1899 og
var þá stödd á Akureyri. Hún hafði nýlega komið í heimsókn,
en þau Reynistaðarhjón voru að hugsa um að reisa nýjan bæ
þegar á næsta vori. Elín sendir teikningar að bæ, sem hún telur
haganlegan, en segir síðan: ..svo er nú mitt ideal að menn
hjer á landi hafi kýrnar í kjallaranum undir íbúð fólksins og
fengist með því ódýr og notalegur hiti, þú hefur nú svo margar
kýr að þær gætu verið undir hálfu húsinu.“
A Reykjavíkurárunum vann Elín eitthvað að félagsmálum,
en fyrstu kvenfélögin voru þá að hefja starfsemi sína. Hún var
m.a. í fyrstu stjórn félags, sem upphaflega hét Bindindsfélag
kvenna og var stofnað af Olafíu Jóhannsdóttur. Síðar hlaut
þetta félag nafnið Hvítabandið og mun hafa átt aðild að Kristi-
legu alheimsbindindisfélagi kvenna.
A næstu árum voru miklar breytingar f vændum í lífi
Elínar. Draumurinn um hússtjórnarskóla hafði ekki orðið að
veruleika, en starfskraftar hennar voru óskertir. Vorið 1901
lauk starfi Ytri-Eyjarskólans. Jörðin var þá seld, en skólinn
32 Hér er átt við það, að Elín þekkti atvinnuhætti landsmanna. Hún vildi efla
menntun og framfarir, en ekki afleggja íslenska siði fyrir erlenda, ef þeir
höfðu reynst vel.
119