Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
með þeirri breytingu, sem þau eru þegar farin að læðast með
inn í málið.“44
A síðari árum, með innflutningi dönsku kvennablaðanna,
höfum við fengið nokkra innsýn í þessar gömlu dönsku mat-
reiðslubækur. I þeim eru oft birtar gamlar uppskriftir og á það
sérstaklega við um undirbúning jólahalds. Ein þessara bóka
með íburðarmiklum uppskriftum er kennd við Madame Mang-
or. Þetta mun hafa verið mikil lúxusbók og hófst ein uppskrift-
in á þessa leið: „Man tager et sölvfad," en silfurföt hafa aldrei
verið almenningseign, síst á Islandi á nítjándu öld. Frú Mang-
or ritaði bók sína fyrir fólk af „betra standi", en Elín Briem rit-
aði Kvennafræðarann fyrir íslenskan almenning. Andstæðan
sést vel í kaflanum um „Umgengni í búri og eldhúsi." Þar seg-
ir m.a.: „Einu sinni í viku skal sópa ofan, svo skúm, pöddur,
ryk og sót hafi ekki tíma til að safnast fyrir.“45
Elín hefur vafalítið þýtt margar uppskriftanna úr dönsku,
hún hefur auðvitað prófað þær og breytt þeim, enda notar hún
mikið dönsk orð um ýmsar matvörur. Uppskriftirnar eru nokk-
uð fjölbreyttar og eiga það sameiginlegt, að þær eru ekki
íburðarmiklar. Eftir þeim er hægt að matreiða góðan og hollan
hversdagsmat, en einnig er hægt að bjóða til veislu. Bókina
samdi hún í sumarfríum sínum fyrstu árin á Ytri-Ey og semur
hana þannig, að hún er nákvæm handbók um húshald. Hún lík-
ist reyndar meira kennslubók en aðrar matreiðslubækur, a.m.k.
þær sem nú tíðkast. Elín var hagsýn, þekkti kjör almennings
og ber bókin þess greinileg merki. Bók Þóru Andreu er íburð-
armeiri, enda tekur hún það fram í formála að hún sé fyrirsögn
44 Þóra A. N. Jónsdótdr: Ný matreiöslubók, ásamt ávísun um litun, þvott o.fl., Ak.
1858, bls. IV.
45 Elín Briem Jónsson: Kvennafrœðarinn, þriðja útgáfa, Rvík 1904, bls. 1. Þessi
útgáfa er notuð þar sem vitnað er til bókarinnar og verður því ekki vitnað til
blaðsíðutals í hvert skipti.
130