Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki, að þessi maður hefði verið viðriðinn flótta Jóns, en mér
fannst hann sýna með þessu vítaverða óvarkárni. Eg sendi hon-
um samt línu, því ég óttaðist, að hann gerði fleiri glappaskot,
sem gætu orðið hættuleg. Bað ég hann að vera rólegan, því
sennilega fengi ég fréttir af „bögglinum" bráðlega.
I október fékk ég svo þykkt bréf frá Jóni, sent frá Bergen, og
stóð A. Hansen aftan á því. Innan í því voru mörg bréf til ætt-
ingja og vina Jóns og þ. á m. eitt til J.K.l. Ég setti þau öll í
umslög og lét þau í póst. Bréf Jóns var langt og skemmtilegt,
og sagði hann mér þar ferðasöguna. Ég hef því miður glatað
því. Ferðin hafði gengið vel og ekkert út af borið. Förland
skipstjóra hafði farizt vel til hans og tekið lítið fyrir flutning
hans annað en það, sem fæðið kostaði. Kristoffer Johannessen
hafði leiðbeint honum á gott gistihús, gefið honum utanáskrift
sína og sagt honum að senda sér línu fengi hann ekkert að gera
og lenti þess vegna í vandræðum, en tekið honum vara fyrir
því, að þótt hann kynni að mæta sér á götu, skyldi hann ekkert
ávarpa sig, þar sem aðrir heyrðu til, en láta sem þeir þekktust
ekki. Jón hafði strax fengið atvinnu á Ijósmyndastofu í Strand-
götunni í Bergen, mig minnir nr. 21, og hafði það atvikazt
þannig, að hann rakst á auglýsingu í blaði. Var auglýst eftir
„Kopyista." Hann var sæmilega fær í norsku og fór þangað
strax og gaf sig fram sem umsækjanda. Eigandi myndastofunn-
ar var ung stúlka og ógift, bóndadóttir innan úr Harðangri.
Hún tók honum vel, en heyrði strax, að hann var ekki Norð-
maður, og sagði hann henni satt, að hann væri Islendingur.
Hún spurði hann um meðmæli, en hann kvaðst engin hafa.
Henni leizt ekki á að taka hann, útlending, meðmælalausan,
fram yfír landa sína, sem margir höfðu sótt um atvinnuna.
„Látið þér prófa okkur alla,“ sagði Jón. Henni gazt vel að þess-
ari uppástungu og bað hann að hitta sig daginn eftir. Næsta
dag var Jón og fimm aðrir umsækjendur látnir keppa undir
eftirliti dómnefndar, sem skipuð var faglærðum ljósmyndur-
um, og varð dómnefndin sammála um það, að Jón hefði skarað
166