Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 7
6
hefur fyrir sig ólíkindum, húmor og óræðni í list sinni. Sviðlistahópurinn
Kviss búmm bang, þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva
Björk Kaaber, færa sem dæmi leiklistina inn í hversdaginn. Þær leitast
við að fá fólk til þátttöku í verkum sínum til lengri tíma eins og í sex
vikna „átaksnámskeiðinu“ GET A LIFE! frá árinu 2010 sem með sínum
hætti afbyggir neyslusamfélagið. Einnig er birt verk Evu Ísleifsdóttur Ahh
ekki vera með þennan kjánaskap sem unnið er uppúr vefnaðarverki frá mið-
öldum The Accolade – Knighting Ceremony, en það er endurgerð af mál-
verki Edmunds Blair Leighton „Riddarinn, Lafði, Sverð.” Þar fer hún kóm-
ískum höndum um sjálfið og alvarleika sögunnar. Myndlistarmaðurinn
Ragnar Kjartansson hefur í myndlistar- og tónlistargjörningum sínum
unnið með íronískum hætti með karlmennskuímyndir og listrænar klisjur
á borð við hinn upphafna og þunglynda norræna listamann. Í verki sínu
Scandinavian Pain frá árinu 2006 stillir Ragnar upp bleiku neon skilti á
þaki hlöðu, en í henni dvaldi hann um vikutíma. Skiltið var hluti af stærri
gjörningi þar sem Ragnar sjálfur lék hinn steríótýpíska þunglynda lista-
mann og kallast að nokkru leyti á við verk um þjáningu og einmanaleika
á borð við „Ópið“ eftir norska listamanninn Edward Munch. Marglaga
bókverk Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur frá 2011: Texti um list
er sjálfstætt listaverk, er unnið út frá fræðibókinni Á mótum myndlistar og
heimspeki sem Listasafn Reykjavíkur gaf út í sumar. Í syrpunni er birt ljós-
mynd frá gjörningi Katrínar í Gallerí Klósetti sem tileinkaður var verki
Sigurðar Guðmundssonar Sjálfsmynd (1969) sem hann sýndi á sinni fyrstu
einkasýningu í gallerí SÚM. Með gjörningum, sagnaskemmtun, dansi og
teikningum glæðir Styrmir Örn Guðmundsson hið ritaða orð lífi og setur
hluti og hreyfingar í fjarstæðukennt samhengi. Hann teiknaði mynd sína
Samningur sérstaklega fyrir þetta hefti Ritsins. Gjörningaklúbburinn, þær
Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir, hefur á annan
áratug vakið athygli með verkum sem fanga hversdagslegan hverfulleika í
kaldhæðnislegum en þokkafullum gjörningum.
Annað listaverk, þó í ólíku formi, er áður óbirt ræða Ásmundar Ás -
munds sonar sem hann flutti við afhendingu Sjónlistarverðlauna 2012, á
Hofi, Akureyri. Ásmundur hefur haldið á fjórða tug ræðna við opinber
tækifæri svo sem opnunarhátíðir og fræðileg málþing. Það renna þó tvær
grímur á grunlausan áhorfandann undir þeim klisjum sem Ásmundur flytur
þeim með yfirhátíðlegum tilburðum. Þar er hann í hlutverki hins nytsama
sakleysingja og kemur fyrir sjónir, eins og Valur Brynjar Antonsson orðar
JÓn ÓLAFSSon oG KRISTInn ScHRAM