Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 10
9
Ritið 1/2015, bls. 9–28
Þá svarar Skapti lǫgsǫgumaðr:
„Víst er þetta illt verk,
ef svá er, sem þetta er sagt;
en jafnan er hálfsǫgð saga,
ef einn segir.”1
1
Tvísæi (íronía, gr. εἰρωνεία) er eldfornt hugtak sem merkir vitaskuld að
það hefur langa hríð verið notað á ýmsa vegu og iðulega án nákvæmrar
skilgreiningar; það er mikilvægt fyrir hugvísindamenn að muna að staðlar
tíðkuðust takmarkað á fyrri öldum og oft getur verið blæbrigðamunur á
því hvernig hugtök eins og tvísæi eða íronía eru notuð þó að tilfinning
manna fyrir merkingu orðsins sé iðulega býsna svipuð.2 Síðustu aldir hefur
þó ríkt nokkuð almenn samstaða um að beita hugtakinu vítt og láta það
þannig ná yfir tvísæi í tungumálinu, dramatískt tvísæi og íronískar kring-
umstæður.3 Íronía hefur verið skilgreind sem stílbragð, mælskubragð í
1 Grettis saga, Íslenzk fornrit VII, útg. Guðni Jónsson, Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1936, bls. 146.
2 Ég mun nota tvísæi og íronía jöfnum höndum sem samheiti í þessari grein; íronía er
sannarlega tökuorð í íslensku máli en fyrir orðinu löng hefð þannig að það verður
ekki með öllu hunsað.
3 Hugtakið háð verður ekki notað hér en það hefur verið notað fremur vítt í íslensku
og þannig náð bæði yfir íroníu og satíru. Einnig læt ég kaldhæðni liggja milli hluta
í þessari grein. Ég fylgi John Haiman (Talk Is Cheap : Sarcasm, Alienation, and the
Evolution of Language, oxford: oxford UP, 1998, bls. 20) sem lítur svo á að tvísæi sé
jafnan nýtt í kaldhæðni en sé öllu víðara hugtak. Þannig geti kringumstæður verið
íronískar en kaldhæðnin feli ævinlega í sér manneskju sem vissulega beiti íroníu
en þá á árásargjarnan hátt og beinist kaldhæðnin jafnan að einhverju sem tvísæið
geri ekki endilega. Miðað við þennan skilning verða ýmis dæmi um íroníu sem hér
verða tilfærð á eftir líka skilgreind sem kaldhæðni en ekki þó öll.
Ármann Jakobsson
Skarphéðinn talar
Tilvistarlegt tvísæi í miðaldasögum