Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 11
10
ræðum, frásagnarform eða jafnvel atburður sem einkennist af mismun á
væntingum og veruleika. Bent hefur verið á að togstreita milli yfirborðs-
merkingar og dýpri merkingar hins sagða sé lykileinkenni hennar. Einnig
hefur verið bent á að íronía geri jafnan ráð fyrir tvöföldum áheyrendahóp
sem ýmist skilur eða skilur ekki hina tvöföldu merkingu. Hið barnslega
sakleysi og skilningsleysi þess sem ekki skilur er nánast forsendan fyrir vel
heppnaðri íroníu.4
Fyrir daga rómantísku stefnunnar var algengasta gerð íroníu líklega
sú tegund sem lýst er í formála Heimskringlu: „En þat er háttur skálda at
lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en engi myndi þat þora at segja sjálf-
um honum þau verk hans, er allir þeir er heyrði, vissi, at hégómi væri ok
skrǫk, ok svá sjálfr hann. Þat væri þá háð en eigi lof“.5 Í stuttu máli: lofið
er merkingarlaust – maður er hlaðinn lofi til þess að hæða hann. Svipaðrar
ættar er fleyg ræða Markúsar Antoníusar í Júlíusi Sesar (1599) þegar hann
klifar á því að Brútus og aðrir tilræðismenn við Sesar séu heiðursmenn.6
Með rómantíkinni öðlaðist tvísæið svo nýja vídd með hinni svokölluðu
rómantísku íroníu. Það hugtak er ættað frá rómantíska skáldinu og heim-
spekingnum Friedrich Schlegel (1772–1829) sem skilgreindi það þó aldrei
nákvæmlega. Á hinn bóginn má glöggt sjá að hann og sporgöngumenn
hans hugsa sér íroníu þannig að hún gegnsýri tiltekna texta og sé jafnvel
persónueinkenni manna en ekki einvörðungu stílbragð. Um leið snýst hin
rómantíska íronía ekki um að draga úr yfirborðsmerkingu heldur auka við
hana. Eins og Schlegel segir sjálfur í Kritische Fragmente í Lyceum (1797)
felst íronían í því að allt er í gamni en þó djúpri alvöru, allt opið og einlægt
en um leið flókið og margrætt.7
Enn lengra gekk Søren Kierkegaard (1813–1855) í doktorsritgerð sinni
4 Sjá m.a. Douglas colin Muecke, The Compass of Irony, London: Methuen, 1969,
bls. 14–39.
5 Heimskringla, Íslenzk fornrit XVI, útg. Bjarni Aðalbjarnarson, Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1941, bls. 5.
6 William Shakespeare, „Júlíus Sesar,“ Leikrit IV, Helgi Hálfdanarson þýddi, Reykja-
vík: Almenna bókafélagið, 1986, bls. 179. Eins og iðulega er ekki endilega auðvelt
að skýra í stuttu máli í hverju íronían felst. Að minnsta kosti er Antoníus að koma
því á framfæri að víg Sesars sé ekkert sómaverk en svo má deila um það hvort
afleiðingin af því sé að Brútus geti ekki verið heiðursmaður eða hvort hann sé það
almennt og yfirleitt en þeim mun svívirðilegra sé víg Sesars: níðingsverk framið af
sómamanni.
7 Sjá m.a. Muecke, The Compass of Irony, bls. 182–215; Lars Elleström, Divine
Madness: On Interpreting Literature, Music, and the Visual Arts Ironically, London/
Mississauga/cranbury n.J.; Associated University Presses, 2002, bls. 17–20.
ÁRMAnn JAKoBSSon