Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 12
11
um tvísæi, Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Sokrates (1841): í hans
huga er íronían ekki einfalt stílbragð eða einu sinni einkenni tiltekins texta
heldur er öll mannleg tilvist undir. Þó að hann fylgi G.W.F. Hegel og
gagnrýni íroníuna í orðræðu Sókratesar í verkum Platons og rökstyðji að
hún sé í grundvallaratriðum neikvæð hefur einnig verið bent á að hann
hafi samt trú á frelsandi mætti íroníunnar fyrir þann sem beiti henni, eink-
um ef hún er fyrst og fremst afstaða til lífsins og veruleikans.8
Um tilvistarlegt tvísæi er yfirleitt rætt í tengslum við nútímann og má
þar nefna nýlega umræðu um hvort svokallaðir „hipsterar“ séu svo fullir af
tilvistaríroníu að lýðræðið og samfélagið séu í hættu.9 Einnig hefur verið
bent á dæmi þess að íronía marki nútímann og sé svar við gildiskreppu
og róttækum samfélagsbreytingum.10 En tvísæið hefur einnig blandast
inn í umræðu um íslenskar bókmenntir fyrri alda, t.d. hvort það sé rétt að
skilja þær sem gagnrýnar undir niðri á það sem þær lofi á yfirborðinu.11
Ekki hafa þó verið gerðar margar rækilegar rannsóknir á íroníu í íslensk-
um miðaldabókmenntum, fyrir utan áhugaverða greiningu Roberts cook
á hlutverki áheyrenda í Grettis sögu þar sem hann ræðir hvernig mynd
Grettis er lengi framan af sögunni margræð og ákveðin óvissa ríki um
8 Sjá m.a. Andrew cross, „neither either nor or: the perils of reflexive irony,“ The
Cambridge Companion to Kierkegaard, ritstj. Alastair Hannay og Gordon D. Marino,
cambridge: cambridge UP, 1998, bls. 125–51. Eins og cross bendir á er þetta
enn skýrara í „eftirmála“ Kierkegaards við fyrri verk sín, Afsluttende uvidenskabelig
Efterskrift til de philosophiske Smuler (1846).
9 christy Wampole, „How to Live Without Irony,“ New York Times 17. nóv. 2012;
Jonathan D. Fitzgerald, „Sincerity, not Irony, is our Age’s Ethos,” The Atlantic 20.
nóv. 2012. Sú umræða er í raun endurlífgun á áhrifamikilli gagnrýni rithöfundarins
David Foster Wallace („E Unibus Pluram: Television and U.S. Fiction,“ Review
of Contemporary Fiction 151 (1993), bls. 151–194), en bent hefur verið á skýr áhrif
frá Kierkegaard á gagnrýni hans. Hvorugur þeirra er þó með öllu andvígur íroníu
eins og bent hefur verið á (sjá m.a. Allard Den Dulk, „Beyond Endless “Aesthetic”
Irony: A comparison of the Irony critique of Søren Kierkegaard and David Foster
Wallace’s Infinite Jest,“ Studies in the Novel 44 (2012), bls. 325–45).
10 Þetta hefur verið rætt í tengslum við íslenska nútímamenningu, sjá m.a. Bergljót
S. Kristjánsdóttir, „Ég get ekkert sagt: Skáldskapur og hrun,“ Ritið 11.2 (2011),
bls. 53–66. Bergljót talar meðal annars um árekstur ramma, hversdagslegra hugs-
anamynstra sem lenda í árekstri við aðra ramma sem verða til þess að rífa hin
vanabundnu hugsanamynstur niður.
11 Sjá m.a. njörður P. njarðvík, „Laxdæla saga – en tidskritik,“ Arkiv för nordisk filologi
86 (1971), bls. 72–81; Robert G. cook, „Women and Men in Laxdæla saga,” Skáld-
skaparmál 2 (1992), bls. 34–59. Þetta eru afar ólíkar rannsóknir en gera þó báðar
á sinn hátt ráð fyrir gagnrýninni afstöðu sagnaritaranna til persóna og söguefnis
sem komi þó ekki endilega fram á yfirborðinu.
SKARPHÉðInn TALAR