Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 16
15
er í miðjum „húskarlavígunum“, þegar Bergþóra hefur ráðið hinn dul-
arfulla akurgerðarmann Atla til vinnu á Bergþórshvoli og ætlar honum
meðal annars að halda áfram ófriðnum við Hlíðarenda.27 njáll svarar
því til að Atli muni ærið stórvirkur en hann viti ekki hve góðvirkur,28 en
um Skarphéðin er sagt að honum hafi verið „vel til Atla“.29 Síðan spyr
Skarphéðinn hvaða fé njáll taki með til þings og þegar faðir hans segir
það vera manngjöldin fyrir Svart talar Skarphéðinn í fyrsta sinn og segir:
„Koma mun þat til nǫkkurs“, en síðan er bætt við „ok glotti við“.30 Margoft
hefur verið bent á að glott Skarphéðins sé þrungið merkingu og hefur
stundum verið tengt við þrjóskublandið sjálfstæði.31 Það hefur líka reynst
freistandi á seinni tímum að tengja glottið við sálræna kvilla af ýmsu tagi
enda mótar læknisfræðin skilning nútímamannsins á heiminum.32
27 Atli á sér enga forsögu og verður ekki annað ráðið um hans ævi fram að því að
hann ríður að garði á Bergþórshvoli en það sem hann segir sjálfur (Brennu-Njáls
saga, bls. 95–102) sem er að hann sé 1) vistarlaus, 2) akurgerðarmaður, 3) maður
skapharður, 4) margur hefur hlotið um sárt að binda fyrir honum, 5) hann vill vera
bættur sem frjáls maður. Þar að auki segist hann vera illmenni eins og Kolur verk-
stjóri Hallgerðar (Brennu-Njáls saga, bls. 97) en áheyrendur hljóta að taka því með
fyrirvara þegar maður lýsir sjálfum sér þannig, svo óvanalegt sem það er. Gunnar
á Hlíðarenda segir að eigi séu vaskari menn en hann. Af gerðum Atla má ráða að
hann sé hreystimaður og hræðist ekki dauðann og ekki er hann laus við djúphygli
ef marka má fleyg orð sem höfð eru eftir honum þegar hann vegur Kol: „Þat átt
þú eptir, er erfiðast er“ (en í Reykjabók er bætt við „en þat er at deyja“).
28 Hér beitir njáll ýmsum stílbrögðum af mikilli hind, þar á meðal íroníu, en einnig
má greina hér andstæður (antithesis), bakklifun (epífóru), isocolon og úrdrátt
(litotes).
29 Eins og Richard F. Allen hefur réttilega bent á felst í þessu ákveðin mannlýsing
á Atla (Fire and Iron: Critical Approaches to Njáls saga, Pittsburgh: Univ. of Pitt-
sburgh Press, 1971, bls. 107) en á hinn bóginn verður einnig að hafa í huga að þar
sem Skarphéðinn hefur varla birst að ráði í sögunni á þeirri stundu felast einnig í
þessu mikilvæg skilaboð um Skarphéðin sjálfan, rétt eins og síðari vinátta Þráins
Sigfússonar og Víga-Hrapps veitir okkur mikilvæg skilaboð um þá báða (sjá nánar
Ármann Jakobsson, „The Impetuousness of Þráinn Sigfússon: Leadership, virtue
and villainy in njáls saga,“ Arkiv för nordisk filologi 124 (2009), bls. 53–67).
30 Brennu-njáls saga, bls. 96.
31 Sjá m.a. Ai Low Soon, „The Mirthless content of Skarphedinn’s Grin,“ Medium
Aevum 65 (1997), bls. 101–8; Kirsten Wolf, „Laughter in old norse-Icelandic
Literature,“ Scripta Islandica 51 (2000), bls. 93–117. Skarphéðinn glottir alls 9-10
sinnum í sögunni, eftir því hvernig er talið.
32 Hugmyndin um að Skarphéðinn sé eins konar geðsjúklingur hefur verið vinsæl á 20.
og 21. öld og er m.a. sett fram af skáldinu Hans E. Kinck, Sagaenes ånd og skikkelser,
osló: Aschehoug, 1951, bls. 28 (upphaflega birt í Mange slags kunst (1921) og mun
ritað árið 1916). Telur Kinck glott Skarphéðins helstu vísbendinguna og Ai Low
Soon er á svipuðu máli (sjá nmgr. 31). William I. Miller gengur ekki svo langt en
SKARPHÉðInn TALAR