Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 18
17
í sögunni og er þar með frjáls frá þeim en auðvitað er þetta í grundvall-
aratriðum neikvætt ef það væri metið siðferðilega – Skarphéðinn leyfir
sjálfum sér að vera „stikkfrí“ frá umhverfi sínu.34 Áheyrendur á ýmsum
tímum hafa þó væntanlega flestir hlegið með Skarphéðni og þótt hann
öllu geðþekkari vegna gamanseminnar en ef til vill hafa þeir enn fremur
skynjað hann sem áhorfanda sem taki sér með einhverjum hætti stöðu utan
verksins og þar með á sama stað og þeir.35 Enn fremur þjónar þessi og fleiri
athugasemdir hans ef til vill svipuðum tilgangi og „comic relief“ í harm-
leikjum Shakespeare, að frelsa lesandann undan þeim áköfu tilfinningum
sem mannvíg vektu ella.36 Af sama tagi er athugasemd hans í 38. kapítula:
„Ekki lætr Hallgerðr verða ellidauða húskarla vára“, gott dæmi um úrdrátt
sem þjónar gamansömum tilgangi og sýnir hvernig Skarphéðinn er ekki
aðeins fyndinn heldur líka hörkutól, kaldur karl sem kippir sér ekki upp
við smákrytur eins og húskarlavígin.37
2. 40. kapítuli: Þegar Skarphéðinn fréttir víg Brynjólfs róstu segir
hann: „Sjá maðr hefir þó helzt hraðfeigr verit, er látizk hefir fyrir fóstra
várum, er aldri hefir sét mannsblóð“ – hér skapar úrdrátturinn aftur íron-
íska fjarlægð (það geta ekki verið merkileg vígaferli þar sem friðsemd-
armaðurinn fóstri hans er helsta ógnin) og líta má svo á að Skarphéðinn
sé enn í hlutverki hins hlutlausa áhorfanda sem tekur ekki þátt í deilunum
34 Glöggir lesendur sjá e.t.v. strax ákveðin líkindi með þessari afstöðu hans og hinum
íroníska herra Bennett í Hroka og hleypidómum (1813) eftir Jane Austen. Herra
Bennett er einmitt gott dæmi um hvernig íronísk afstaða getur gert bókmennta-
persónu geðþekkari (frú Bennett er hins vegar býsna laus við íroníu og ekki nærri
jafn geðþekk) en þó má ef til vill líka saka hann um flótta og að vera „stikkfrí“ og
þar með gagnslítill í grundvallarátökum verksins.
35 „Skarphedin’s first grin detaches itself and seems to hover above the action” (Miller,
‘Why is Your Axe Bloody?’, bls. 86).
36 Sjá m.a. Frederic B. Tromly, „Macbeth and His Porter,“ Shakespeare Quarterly 26
(1975), bls. 151–56. Þetta er þó ekki eina aðferð textans til þess; einnig má benda
á þá staðreynd að húskarlar eru flestir kynntir til sögu til þess eins að vera vegnir
og til að byrja með eru þeir hálfgerðar staðalmyndir, einkum tveir þeir fyrstu,
Kolur og Svartur. Þannig má gera ráð fyrir ákveðinni íronískri fjarlægð áheyrenda
frá þessum vígum frá upphafi sem gerir stöðu þeirra og Skarphéðins í frásögninni
líkari; rétt eins og hann eru þeir smám saman dregnir inn.
37 Það er raunar afar nútímalegt að nota orðið „kaldur“ um hörkutól en kuldinn
hefur á 20. öld verið hafinn til vegs og virðingar sem einkenni yfirvegunar og still-
ingar, sbr. Peter Stearns, American Cool: Constructing a Twentieth-Century Emotional
Style, new York: new York UP, 1994. Stilling á hinn bóginn er vegsömuð dyggð
á miðöldum og þar með talið í Brennu-njáls sögu og ýmsum öðrum íslenskum
fornritum.
SKARPHÉðInn TALAR