Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 21
20
sér fara það best þar sem „vér erum hvárirtveggju hávaðamenn“. Þegar
menn lýsa sjálfum sér með þvílíkri afhjúpandi hreinskilni grunar áheyr-
andann jafnan að eitthvað búi undir sem sé ósagt, þ.e. að notkunin sé
íronísk.47 Skarphéðinn lætur ekki heldur staðar numið þar. Þegar átökin í
hestaatinu standa sem hæst segir hann: „Leiðisk mér þóf þetta, ok er miklu
drengiligra, at menn vegisk með vápnum“. Hér felst íronían í óvenju-
legri ósk hans um meiri vígaferli og áheyrendur vita varla hvort honum
er alvara. Samt fá þeir líklega skýra mynd af honum sem sönnum manni,
fyndnum töffara og harðjaxli sem er hreinn og beinn og lætur sér fátt fyrir
brjósti brenna, og góðu dæmi um umbúðaleysi í heimi átaka. Þannig hefur
hann sjálfur stillt sér upp með þessum orðum andspænis „þófinu“, þessu
grámóskuleita ati þar sem enginn veit hvað er rétt eða rangt. Það kann að
virka þversagnakennt að íronísk athugasemd af þessu tagi veki tilfinningu
fyrir einlægni en slíkur er einmitt listrænn máttur tvísæisins.
6. 79. kapítuli: Eftir víg Gunnars hefnir Skarphéðinn hans ásamt Högna,
meðal annars með því að fara til odda og veita banahögg Tjörva nokkr-
um sem sagan skýrir ekki frekar hvernig tengist láti Gunnars. Þá segir
hann um leið: „Eigi þarft þú at hyggja at: jafnt er sem þér sýnisk“. Eins
og stundum áður er ekki auðvelt að skýra nákvæmlega hvað er fyndið við
þetta en óneitanlega skapar þetta tilfinningu fyrir Skarphéðni sem köldum
karli sem tekur ekki vígaferlin af meiri alvöru en svo að hann gefur sér tíma
til að fara með fleyg orð.48 Hér mætti segja að tveir andstæðir rammar rek-
ist á: hugsanamynstur listarinnar og ofbeldisins. Víg í orðum og víg með
vopnum eru auðvitað andstæður, bardagar sem ættaðir eru hvor úr sínum
heimi, en með því slá þeim saman verður ofbeldið ekki lengur hrátt heldur
fágað og jafnvel listrænt.49
47 Fleiri slík dæmi eru í Brennu-njáls sögu, til dæmis þegar Víga-Hrappur er veginn
og fer af því tilefni hörðum orðum um eigin hönd sem hafi gert mörgum miska
(bls. 234).
48 Kristjáni Jóhanni Jónssyni finnst þetta „nokkuð illgirnislegur hrekkur“ (Lykillinn að
Njálu, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1998, bls. 135) sem er alveg rétt. Það skapar alltaf
spennu í merkingunni þegar blandað er saman fyndni og mannvígum og viðbrögð
margra eru eðlilega þau að kímni geri ofbeldið enn verra. Sjálfum finnst þeim er
þetta ritar það álitamál.
49 Ef til vill er það þess vegna sem ofbeldismyndir 20. aldar eru stundum uppfullar
af kerskni sem gerir þær að margfalt betri afþreyingu og það er einmitt alls ekki
óalgengt að mannvíg og brandarar fari saman (ef til vill að undirstrika að þetta er
leikur og fjarri raunverulegu ofbeldi eins og sjá má í alvarlegri kvikmyndum og
sjónvarpsseríum eins og The Sopranos). Eitt eftirminnilegt dæmi er þegar James
Bond banar flugumanni með því að kasta rafmagnstæki á eftir honum í baðkar fullt
ÁRMAnn JAKoBSSon