Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 23
22
vár oss nú lǫgeggjun“ sem er efnislega óþörf og einmitt þess vegna gott
dæmi um tvísýnarlist Skarphéðins og þess höfundar sem skapaði hann.50
Skarphéðinn talar hér eins og hann sé að lýsa handboltaleik og fjarlægir
sig þar með íronískt frá viðburðunum. Það stöðvar hann ekki í að rjúka
síðan til hefnda en hann sviðsetur sig enn og aftur sem utan og ofan við
atburðarásina. Við sjáum hér að Skarphéðinn hefur ekki breyst eftir víg
Sigmundar, hann er ekki skyndilega farinn að vera einlægur og taka þátt en
heldur íronískri fjarlægð sinni út alla söguna.
10. 118. kapítuli: Eftir víg Höskuldar Hvítanesgoða kemur njáll sonum
sínum til hjálpar við að hefja vörnina á alþingi.51 Fyrst spyr hann þá hvaða
ráðagerðir þeir hafi sjálfir lagt og er þetta væntanlega íronísk spurning því
að vitaskuld veit njáll að hann þarf eins og venjulega að leggja öll ráð sjálf-
ur.52 Skarphéðinn svarar: „Lítt rekju vér drauma til flestra hluta“ og virðist
vera með skæting í garð forvitrans föður síns þó að „dissið“ sé ekki orðað á
ruddalegan hátt. Íronísk afstaða Skarphéðins er umfram allt aldrei rudda-
leg – þegar Skarphéðin langar til að vera ruddalegur fremur en íronískur
skiptir hann einfaldlega um fasa. Það þarf ekki að koma á óvart að sam-
50 Þetta er vitaskuld túlkunaratriði því að það væri hægt að taka þessa setningu sem
einfalda og ótvísæja lýsingu á orðræðu Bergþóru. Vegna þess að hún er óþörf er
þó líklegra að Skarphéðinn (og höfundurinn) ætli henni að vera fyndin, eins konar
„skot“ á eggjunarræður Bergþóru og þar með er dreginn fram munur á (einlægri)
móður og (spaugsömum, lífsþreyttum og fjarlægum) syni.
51 Ég ræði ekki víg Höskuldar nánar hér, meðal annars vegna þess að Skarphéðinn
talar næstum ekkert í þessum hluta sögunnar, það er aðeins Mörður sem talar. Ég
sé ekki heldur neina íroníska fjarlægð í hegðun hans í þeim þætti. Svo má deila um
hvort voðaverkið hafi verið réttlætanlegt eða ekki en William Ian Miller hefur sýnt
fram á skynsemina í gerðum Skarphéðins í sögunni („Justifying Skarpheðinn: of
Pretext and Politics in the Icelandic Bloodfeud,“ Scandinavian Studies 55 (1983),
bls. 116–44) og það væri hættulegt að gleyma hinu röklega samfélagslega samhengi
enda upphefur tvísæi það engan veginn.
52 Eins og þetta dæmi sýnir á Skarphéðinn ekki langt að sækja íroníuna og virðist það
vera kenning sögunnar að þó að hann líkist móður sinni um margt í skapi þá sæki
hann hnyttnina ekki síst til föðurins (sbr. Einar Ólafur Sveinsson, Á Njálsbúð, bls.
117). Hún birtist m.a. tvisvar í samræðum þeirra feðga þegar þeir halda til mann-
víga, fyrst þegar Sigmundur Lambason er veginn og svo aftur þegar þeir bræður
finna Þráin og félaga við Markarfljót. Sumum finnst ef til vill að það mætti kannski
eins velta fyrir sér hvort svipaðrar íroníu og hjá njáli þarna gæti að lokum hjá Litlu
gulu hænunni í samnefndri barnabók þegar hún heldur áfram að spyrja hver vilji
hjálpa henni þegar viðbrögðin hafa jafnan verið á einn veg hingað til. En munurinn
er kannski að njála er engin barnabók og því verður að gera ráð fyrir að menn spyrji
ekki endilega alltaf af fullri alvöru, eins og raunar ýmis dæmi eru um í sögunni.
ÁRMAnn JAKoBSSon