Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 24
23
band þeirra sé ekki með allra besta móti eftir að Skarphéðinn hefur vegið
eftirlæti föður síns en njáll á móti látið hafa það eftir sér að hann hefði
heldur kosið dauða tveggja sona sinna. En auk heldur er svar Skarphéðins
dæmi um almennt virðingarleysi hans og uppreisnargjarna afstöðu sem
einkennist af fjarlægð og hefur skapað honum álit hjá uppreisnarmönnum
ýmissa tíma. nútímamanninum finnst Skarphéðinn „svalur“, hann fellur
vel að aðdáun síðustu alda á kuldanum, en ætla má að uppreisnargirnin
hafi alltaf verið í tísku hjá einhverjum áheyrendum.
11. 119–20. kapítuli: Ekki verða atburðir þessa kafla raktir hér nákvæm-
lega en þar glímir Skarphéðinn í orðum við alla helstu höfðingja Íslands
og hefur sigur; rís kannski hæst hér í sögunni ásamt vígi Þráins. Það má
sjá ýmis dæmi um íroníu í þessum orðaskiptum sem annars einkennast af
hreinræktuðum móðgunum á grundvelli væntanlegra alþekktra slúðursagna
um hvern og einn höfðingja.53 Eftirminnilegust eru þó orð Skarphéðins
í lokin þegar hann spyr Ásgrím Elliða-Grímsson í lokin hvert skuli nú
haldið og þegar svarið er til eigin búðar segir Skarphéðinn: „Þá fǫru vér
bónleiðir til búðar“. Eftir alla spennuna sem á undan hefur farið má líta á
þetta sem „comic relief“ en um leið gott dæmi um hvernig Skarphéðinn
beitir gamanseminni til að hefja sig upp yfir hringiðu atburðanna. Tvísæið
skapast hér af því að hann segir ekkert annað en það sem blasir við en er þá
um leið eins og utan og ofan við atburðarásina og þar með sín eigin örlög,
og tekur ekki nærri sér það sem gerst hefur. Þannig hefur honum tekist að
vera bæði aðalleikarinn og leiklistargagnrýnandi, persóna og áhorfandi í
senn.
12. 123. kapítuli: Þegar kemur að hinni misheppnuðu sáttargerð á
alþingi er Skarphéðinn lengi vel þögull. Fyrst er hann sýndur standa og
þegja og glotta. Svo strýkur hann um ennið og glottir. Að lokum stendur
hann einn á meðalpallinum þegar aðrir eru ýmist austan eða vestan við
lögréttu.54 Þannig er hann enn og aftur eins og utan atburðarásarinnar
sem hann síðan einhendir sér í þegar hann kastar í Flosa bláum brókum og
kallar hann brúði Svínafellsáss. Íroníska fjarlægðin er þannig í þessu tilviki
líkamleg en ekki í orðræðunni, glottið flytur önnur skilaboð en flutt eru í
53 Sjá nánar Ármann Jakobsson, „Some Types of Ambiguities in the Sagas of the Ice-
landers,“ bls. 38–41. Þar er bent á þversögnina í því að helstu höfðingjar Íslands
þekki skyndilega ekki Skarphéðin á alþingi og fjallað um merkingu hennar, en
þversagnir eru ekki til umræðu í þessari grein.
54 Sjá nánar um þessa senu: Ármann Jakobsson, „Masculinity and Politics in njáls
saga,“ Viator 38 (2007), bls. 191–215, hér einkum bls. 196–201.
SKARPHÉðInn TALAR