Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 30
29
I
Í Fóstbræðrasögu segir að hláturinn sé í miltanu, en nú þykjast sumir tauga-
fræðingar hafa áttað sig á að hann sé í hægra ennisblaði heilans.1 nýlegar
rannsóknir á heilasködduðum benda að minnsta kosti til þess að þeir sem
eru með það blað laskað hlæi síður en aðrir að því sem almennt er talið
fyndið. Sé tekið mið af því, má halda því fram að ekkert hafi hamlað vits-
munalífi í hægra ennisblaði Sigfúsar Daðasonar.
Vitsmunalífi segi ég af því að það sem við köllum allajafna skopskyn
er að einhverju leyti hugarstarfsemi. Svo ósennilegt sem það kann stund-
um að virðast er mönnum almennt gefinn hæfileikinn til að eygja hið
spaugilega í tilverunni, vekja í framhaldinu máls á því og bregðast við með
líkamanum, kíma, brosa og hlæja. Menn leggja bara mismikla rækt við eig-
inleika sína ýmsa og við bætist að skop er alltaf bundið menningu og getur
beinlínis einskorðast við tiltekið félagslegt samhengi. Hið síðasttalda er
reyndar svo hátt skrifað hjá sumum þeirra sem rannsakað hafa húmor að
stungið hefur verið upp á að fyndni sé ekki bundin tilteknum texta, skopið
rísi aðeins ef allt leggist á eitt: sá sem spaugar, spaugið, þeir sem hlusta á
1 Sjá t.d. P. Shammi og D.T. Stuss, „Humour appreciation: a role of the right frontal
lobe“, Brain 122/1999, bls. 657 og 662−665. Enn er margt á huldu um hlátur og
heilastarf. nefna má að nokkru skiptir við heilarannsóknir hvaða tegund hláturs
menn kanna, hvað veldur honum (er hann ósjálfráður eður ei) og hvort hann tengist
tilfinningum. Sjá Matthew Gervais og David Sloan Wilson, „The Evolution and
Functions of Laughter and Humor“, The Quarterly Review of Biology 4/2005, bls.
395−430, hér einkum bls. 396−403. Rannsóknir á húmor, annars vegar í máli og
hins vegar í mynd, benda og til að virkni í vinstri og hægri hluta heilans sé mismikil
eftir því hvort á í hlut en í báðum tilvikum séu mandlan og miðheilasvæðið virk.
Ritið 1/2015, bls. 29–56
Bergljót S. Kristjánsdóttir
„vegir sem stefna […] beint út í hafsauga“
Um húmor og íroníu og þrjú ljóð Sigfúsar Daðasonar