Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 35
34
VEGIR lands míns
eru einkennilegir vegir.
Þeim sem um þá fara
gætu þeir virzt jarðneskari en flestir aðrir vegir.
Þeir sem á þeim ganga
vaða aurinn af fullkominni sjálfselsku.
Það væri ugglaust rökréttara
að ganga berfættur á þeim vegum.9
Erindið er harla formfast enda mikið um endurtekningar, bæði stakra orða
og setningaliða. Þær orka sumar sem vísbendingar til lesenda. Maður þarf
t.d. ekki að hafa lesið ýkja mikið af skáldskap til að fyrstu tvær ljóðlínurnar
– sem eru bókstaflega rammaðar inn af orðinu „vegir“ – leiði huga manns
að veginum og algengum hugtakslíkingum, eða ætti ég að segja klisjum
sem liggja „eins og hráviði um gervalla veraldarsögu sálarinnar“. (bls. 124)
En ég ætla að ímynda mér að kátur og bókhneigður lesandi, sem heitir
Jón, sé að lesa ljóðið. Hann er ekki að greina það fyrir fræðimenn heldur
lesa sér til ánægju og yndisauka. Á hann sækja strax fáeinar gamalkunnar
birtingarmyndir líkingarinnar um veginn, t.d. Vegurinn, sannleikurinn
og lífið, „Hver vegur að heiman er vegurinn heim“, svo ekki sé talað um
„Vegir liggja til allra átta“ með rödd Ellýjar Vilhjálms.10 Þá kímir hann
kannski og hugsar með sér: Já – Sigfús teflir vegum í bókstaflegri merk-
ingu – moldar- og malarvegunum eins og þeir voru um miðja síðustu öld
– gegn öllum upphöfnu vegunum sem tákna ,lífið sem vegferð‘, ,leiðina til
guðs‘ eða ,til veraldlegra markmiða‘.‘11 og Jón verður dáltið ánægður með
sig þegar næstu ljóðlínur birtast; honum finnst sem hann fái staðfestingu
á því að hann hafi haft rétt fyrir sér af því að sjónum hans er beint niður
fyrir tær með orðinu „jarðneskari“. Það orð orkar strangbókstaflegt en
því fylgir þó hljóðalaust andstæða þess „himneskur“ og þar með eru nærri
pörin: uppi ~ niðri, hátt ~ lágt og kalla á að þeim sé sinnt. En þá kemur
framhaldið og ég gef mér að í höfði Jóns fari ýmislegt smálegt á annan
endann, ekki bara af því að huga hans er nú stefnt beint í forina; ekki bara
9 Sigfús Daðason, Ljóð 1947−1996, Reykjavík: JPV útgáfa, 2008, bls. 85. Hér eftir
verður vísað í þessa bók með blaðsíðutali einu í meginmáli.
10 Sjá Jóhannesar guðspjall, 14.1.11, Biblían: Heilög ritning, Reykjavík: Hið íslenska
biblíufélag, 1981.
11 Hugsanir Jóns eru hafðar í einföldum gæsalöppum til að greina þær frá tilvitnunum
í útgefin verk.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR