Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 37
36
Tómas.13 „En fylgdi ekki eitthvað annað því almenna?“ hugsar Jón með sér,
og reynir að tosa upp úr minninu orði sem virðist hafa skeflt yfir í heila-
búinu. Honum tekst það ekki strax en finnst ekki útilokað að það kunni að
tengjast eitthvað andstæðupörunum uppi ~ niðri, hátt ~ lágt. Hann slær þó
hugsuninni á frest og heldur áfram að lesa:
Setjum nú svo að einhver
sé lagður af stað gangandi
einhversstaðar á vegum lands míns.
Fyrst kemur á móti honum státlegur vegur
og framhleypinn úr hófi
(það er altjent góð og gild tilgáta)
en hverjir sem heiðurstitlar hans voru
líður varla á löngu
þar til göngumaður mætir lágborlegri vegum
– og alltaf annað veifið
ætla þeir að hverfa í jörðina.
Hann gengur vegi fulla af hraungrýti
vegi sem renna burt út í flóa
og vegi sem leysast sundur í foksand
og vegi sem liggja í sjávarmálinu
og vegi sem stefna beint upp á fjall
eða beint út í hafsauga. (bls. 85−86)
nú er Jóni skemmt, það tístir bókstaflega í honum dágóða stund en svo
snarþagnar hann. Upp úr djúpum sköflum heilabúsins rís tvenndin almenn-
ur og eilífur og tengist umsvifalaust andstæðunum uppi ~ niðri, hátt ~ lágt.
Fyrir sjónum Jóns líða öll náttúru-og ættjarðarljóðin sem hann hefur lesið,
öll kvæðin um hið hrikalega í náttúrunni þar sem maðurinn stendur í
vanmætti sínum andspænis því stórbrotna eða skynjar guðdóminn í leiftr-
andi hugljómun. ,Vegir lands míns eru andstæðan við hið yfirskilvitlega
og háleita,‘ hugsar Jón og verður síðan svo ákafur að hann byrjar að tala
upphátt við sjálfan sig: ,Þegar vegirnir, hið lága og manngerða, sem er
skapað til að vera fótumtroðið mitt í náttúrunni, blasa við, rísa upp hug-
renningatengsl við hið náttúrlega, það háa og stórfenglega, og náttúruna
13 Sigfús Daðason, „Svo kvað Tómas, Matthías Jóhannessen ræddi við skáldið, Almenna
bókafélagið, 1960, Umsagnir um bækur“, Tímarit Máls og menningar 4/1961, bls.
324−329, hér bls. 326.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR