Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 38
37
sem sköpunarverk almættisins. Vegirnir eru líka persónugerðir eins og
fjöllin og fossarnir eru svo oft í skáldskap síðustu alda. Hafa ekki verið
skrifaðar heilu bækurnar um persónugervinguna og hið háleita?14 Ég veit
ekki betur en hún sé oft nefnd í sama orðinu og það …‘ Þegar þarna er
komið sögu hefur Jón hækkað svo róminn að hann hrekkur sjálfur við – og
lætur munninn aftur á eldingarhraða. En hann brosir og það er blik í aug-
unum á honum af því að hann er að hugsa um íroníuna í þriðja erindinu,
vegina í líki persóna; vegina sem hafa veikleika manna, hvatvísina, hreykn-
ina, fáfengileikann og lágboruháttinn en eru líka mannanna verk bæði í
náttúrunni og í ljóðinu. ,Þess vegna enda þeir auðvitað á að umbreytast í
náttúru – hraungrýti, flóa eða foksand – eða hverfa þar sem þeir stefna á
raunverulegt eða ímyndað fjall, eða týnast út í hafsauga – í hversdags- eða
tímamerkingu þess orðs.‘ segir hann við sjálfan sig og bætir við eftir and-
artak: ,En þá eru víddir hins háleita auðvitað skammt undan.‘ Jóni finnst
húmorinn í erindinu líka ísmeygilegur og hugsar: ,Beinist skopið í litlu
svigasetningunni ekki jafnt að því hve ljóðmælendur eru oft ábúðarmiklir
í tilgátunum sem og hinu að tilgátur skáldskaparins eru engu síðri ýmsum
öðrum sem menn standa frammi fyrir með andakt? og hvað með þessa
áköfu upptalningu í lokin – er hún ekki bæði ærslafull og grátbrosleg, eða
segir hún ekki eitthvað um örlög manna jafnt sem vega?‘ En Jón er orðinn
spenntur eftir framhaldinu og lýkur því lestrinum:
Já einkennilegir eru þeir vegir –
haustgola líður af heiðinni
vorilmur kemur úr holtinu
til fylgdar við ferðamanninn.
Það er jafnvel ekki með öllu fráleitt
að eftir dægurlanga ferð
hitti vegfarandi annan vegfaranda. (bls. 86)
nú setur Jón alveg hljóðan. Umskiptin sem verða með þessum erindum,
skiptin þar sem ljóðrænan ein tekur við af íroníu og húmor slá hann út
af laginu fáein andartök. Hann gefur sig einfaldlega á vald skynjuninni.
En svo ljómar hann í framan af því að honum finnst þetta svo einfalt og
fallegt og hugsar með sér: ,Þetta ljóð endar sem náttúruljóð af öðru tagi en
14 Tekið skal fram að á fjörur Jóns hefur rekið bók eftir Steven Knapp, Personification
and the Sublime: Milton to Coleridge, cambridge: Harvard University Press, 1985.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“