Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 40
39
og vitni morðsins
sem tákn í listaverki. (bls. 56)
Þetta ljóð hefur verið túlkað sem ljóð um lista- og skáldskaparstefnur eða
fagurfræði þeirra. Peter carleton telur það „árás á módernismann eða
nýrýnina“. Þorsteinn Þorsteinsson ræðir hins vegar um heimspeki fárán-
leikans þegar hann fjallar um ljóðið, segir að „ekki sé fráleitt að ætla að
kvæðið tengist hugsuninni um l’acte gratuit“ sem hann skýrir „(hin tilefnis-
og ástæðulausa athöfn, ekki síst morð án tilgangs líkt og lýst er í ljóðinu)
[…]“. Hann nefnir þá bæði Caves du Vatican eftir André Gide og L’étranger
eftir camus en leggur áherslu á að ljóðið eigi í samtali við annað súrreal-
istaávarp André Breton frá 1929, nánar tiltekið orðin: „Hin einfaldasta
súrrealíska athöfn er fólgin í því að taka sér skammbyssu sína í hvora hönd,
fara niður á götu og skjóta á mannfjöldann eins og fara gerir og eins lengi
og maður getur.“15 Því kemst hann að þeirri niðurstöðu að í ljóðinu hæðist
„Sigfús að andhúmanismanum og andskynsemishyggjunni sem […] haf[i]
sett töluverðan svip á fagurfræði nútímabókmennta og -lista.16
Undir orð Þorsteins má taka, að því marki sem þau eiga við samtal ljóðs
Sigfúsar við skrif Bretons, en þar með er ekki öll sagan sögð. Súrrealisminn
var ekki samur við lok þriðja áratugarins og á sjötta áratugnum svo að sú
spurning hlýtur að vakna hvers vegna ljóðið hefjist á skírskotun til þrítugr-
ar stefnuyfirlýsingar sem samin var á sinni tíð inn í ögrandi hefð slíkra yfir-
lýsinga.17 Þegar leitað er svara við því er ekki annað að sjá en ljóð Sigfúsar
eigi sér pólitískar rætur eins og leidd skulu rök að.
Á þeim árum sem Sigfús var í París varð þar hávær umræða um nýlendu-
stefnu og andspyrnu gegn henni sem Jonathan P. Eburne hefur gert skil.18
Einn af þeim sem lagði þá sitt til málanna var súrrealistinn Alain Joubert.
Hann birti anekdótuna „Ainsi-soit-il“ („Svo skal vera“) í þáverandi tímariti
súrrealista, Le surrealisme, Même, (Súrrealisminn sjálfur) árið 1956. Þar dró
15 Þorsteinn Þorsteinsson, Ljóðhús: Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, Reykjavík:
JPV útgáfa, bls. 144.
16 Sama rit, bls.145.
17 Sjá t.d. Benedikt Hjartarson, „Inngangur“, Yfirlýsingar: Evrópska framúrstefnan,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, bls. 9−86, hér t.d. bls. 12−17 og
33−39.
18 Jonathan P. Eburne, „Antihumanism and Terror: Surrealism, Theory, and the
Postwar Left.“ Yale French Studies 109/2006: 39-51. Greinin í annarri gerð er
lokakaflinn í bók Eburnes, Surrealism and the Art of Crime, Ithaca og London:
cornell University Press, 2008, bls. 266–276.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“