Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 41
40
hann dár bæði að aðstæðum í nýlendum eftirstríðsáranna og pólitík súrr-
ealista og vinstrisinnaðra menntamanna sem súrrealistar voru í slagtogi
með þegar þar var komið sögu. Joubert segir frá því að skömmu fyrr hafi
hópur trúboða ákveðið að fara og boða fagnaðarerindið meðal ættbálks
Aucas-indíána í frumskógi við miðbaug en þessir síðustu fulltrúar forn-
steinaldar á jörðinni hafi alltaf viljað forðast „drep“ siðmenningarinnar og
því neitað að hafa nokkur samskipti við hvíta menn. Í farteskinu hafi hinir
trúræknu haft álketil, fullan af mislitum perlum, sem þeir ætluðu að gefa
innfæddum. Skemmst er frá því að segja að ekki höfðu trúboðarnir fyrr
komið sér fyrir en hópur indíánanna birtist – og tókst með því að varpa
snarlega fáeinum spjótum „að koma aftur á upphaflegum hreinleika frum-
skógarins.“19 Joubert lýkur máli sínu á þessum orðum: „Um sjálfan mig er
það að segja að ég get ekki annað en fallist á þennan einarða hátt til að losa
sig við svo óæskilega gesti.“20
Eburne bendir á að anekdóta Jouberts kallast á við þekkta ritgerð
martíníska skáldsins Aimés césaire frá 1955, „Discours sur la colonialisme“
(orðræðu um nýlendustefnu).21 Hún hafi haft mikil áhrif á súrrealista,
meðal annars Breton í ræðunni „Til varnar frelsinu“ sem hann flutti hjá
samtökum vinstrisinnaðra menntamanna er efndu til andstöðu gegn
framgöngu Frakka í Alsír og fangelsun vinstrisinnaðra fréttaritara undir
DeGaulle-stjórninni 1956.22 césaire setji á oddinn að nýlenduveldin troði
hugtakinu „frumstæður“ upp á samfélög og beiti þar með ofbeldi til að
eyðileggja lífvænleg efnahagskerfi sem séu löguð að þörfum hugvitssamra
innbyggja.23 Þá röksemdafærslu taki Breton upp og tali í ofanálag um að
ritgerð caisaires geti verið „afbragðs andlegt vopn“. Með því að sýna and-
stöðu indíánanna sem hreinræktuð morð veki Joubert menn hins vegar
til umhugsunar um að baráttan gegn nýlendustefnunni kunni að felast í
hryðjuverkum og jafnvel þjóðarhreinsunum – og hvetji t.d. til umhugs-
unar um hvort hugmyndin um „afbragðs andlegt vopn“ feli í sér stuðning
19 Jonathan P. Eburne, „Antihumanism and Terror: Surrealism, Theory, and the
Postwar Left“, bls. 39.
20 Sama stað.
21 Aimé césaire, Discours sur la colonialisme, [Paris: Editions Présence Africaine, 1955]
Internet: Éditions de l’aaargh 2006, http://www.felixschlitter.com/fran/livres6/
cESAIRE.pdf, sótt 17. júní 2014. Sjá einnig Aimé césaire Discourse on Colonialism,
þýð. Joan Pinkham, new York: Monthly Review Press, 1972.
22 Ræðan birtist í sama hefti Le surrealisme, Même og anekdóta Jouberts.
23 Tekið skal fram að césaire gerir ekki ráð fyrir að horfið skuli til fyrri framleiðslu-
hátta í nýlendunum þó að draga mætti þá ályktun af skrifum Eburnes.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR