Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 43
42
Byltingin sem Sigfús á við byggist einkum á tvennu: Glýjulausri grein-
ingu og upplýsingu sem hvortveggja gæti stuðlað að því að menn mótuðu
samfélag sitt og menningu á annan veg en fyrr.
En þá er að hverfa aftur til III ljóðs Handa og orða. Í því les ljóðmæl-
andinn hvatningu Bretons úr súrrealistaávarpinu 1929 – sem einkennist af
íroníu − á íronískan hátt að eigin upplifun á eftirstríðsárunum. Áhrifin af
ljóðinu minna hins vegar að nokkru á verk annars íronísks súrrealista, anek-
dótu Jouberts. Fyrir vikið má halda því fram að ljóðmælandinn gangi að
sínu leyti í spor tveggja íronískra súrrealista – þó að þar með sé síst af öllu
sagt að þeim sé báðum hlíft við broddinum í orðum hans. Árekstrar ólíkra
þekkingarformgerða í ljóðinu sem hefst með skírskotun til þriðja áratug-
arins en sprettur af umræðum í Frakklandi á þeim sjötta, ýtir svo ekki
aðeins undir að lesendur sem þekkja til hvorstveggja hugleiði fagurfræði
tiltekinna skáldskapar- og listastefna, heldur forsendur fyrir sögulegri og
pólitískri þróun á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina. En fleira
kemur til.
Ljóðið sækir ekki aðeins til annarrar stefnuyfirlýsingar súrrealismans
heldur líka hinnar fyrstu, nánar tiltekið til athugasemdar sem Breton gerir
þegar hann ræðir um hvernig hann telji að nýta megi súrrealismann til
aðgerða. Hann hugleiðir þá sérstaklega ábyrgð einstaklingsins, reynir að
sjá fyrir sér hvernig menn eigi „eftir að dæma fyrstu saknæmu aðgerðirnar
sem verða ótvírætt súrrealísks eðlis“ og ímyndar sér fyrir dómi höfund
bókar, sem brýtur gegn almennu siðgæði og er líka talin fela í sér meið-
yrði.28 Sakborningur Bretons „fordæmir“ flestar hugmyndir bókarinnar
og byggir málsvörn sína á því að um sé að ræða „súrrealíska afurð er útiloki
allar spurningar um mannkosti eða skort á mannkostum hjá þeim sem setur
nafn sitt við hana, að hann hafi ekki gert annað en að skrifa upp ákveðið
skjal, án þess að setja fram álit sitt, og þessi saknæmi texti sé honum a.m.k.
jafn framandi og dómsformanninum“.29 Breton tekur fram að það sem eigi
við um útgáfu bókar muni „jafnframt eiga við um þúsund aðrar athafnir“
þegar súrrealisminn hafi náð nokkurri fótfestu.
Íronía ljóðs Sigfúsar margeflist auðvitað og greinist frá íroníu Bretons
þegar orð Frakkans úr einum stað eru nýtt til að íronísera orð hans úr
öðrum stað. En þá er lykilatriði að í ljóðinu er teflt saman að minnsta
28 André Breton, „Fyrsta stefnuyfirlýsing súrrealismans“, Yfirlýsingar, evrópska fram-
úrstefnan, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 2001, bls. 389−450, hér bls.
444.
29 Sama stað.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR