Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 44
43
kosti tveimur bókmenntagreinum, annars vegar stefnuyfirlýsingum og
hins vegar fríljóði sem felur í sér fyrirmæli eða leiðbeiningar um mannlegt
atferli.30 Slík fyrirmæli eru þekkt bæði sem prósi − t.d. rit um afmarkað
efni eins og matreiðslubækur („Blandaðu saman sykri og eggjum“) eða
trúarefni ýmiss konar (boðorðin tíu) − og ljóð (t.d. heilræðakvæði „Vertu
dyggur, trúr og tryggur“, „Vopnum sínum / skal-a maður velli á / feti
ganga framar“).31
Michael Sinding hefur bent á að þrír rammar skipti mestu þegar menn
leggja niður fyrir sér hvernig bókmenntagreinar blandist í skáldverkum:
Rammi félags-vitsmunalegra athafna (e. a sociocognitive action frame), sem
ákvarðar tengslin milli tilefnis, tilgangs boðmiðlunar og félagslegra gerða;
retórískur aðstæðnarammi (e. a rhetorical situation frame), sem ákvarðar
tengslin milli aðstæðna, mælanda, viðmælenda og miðils, og loks form-
gerðarrammi orðræðunnar sem skilgreinir einingar og tengsl þeirra í til-
tekinni orðræðulotu.32
Sé sneitt hjá hugrúmum blöndunarkenningarinnar,33 má stikla á fáein-
um meginatriðum sem ættu að sýna hvernig samspil ólíkra bókmennta-
greina − eða brota úr þeim − er m.a. forsenda íroníunnar í fyrri hluta
ljóðsins: Tilgangur boðmiðlunarinnar eru fyrirmæli eða heilræði, sem
hvorki eru bundin stað né tíma, í stað ögrunar stefnuyfirlýsingar sem er
rígbundin tilteknu sögulegu og félagslegu samhengi á fyrri hluta 20. ald-
30 Ég segi að tveimur bókmenntagreinum „að minnsta kosti“ sé teflt saman af því að
rökrétt væri að líta á fyrirmæli um mannlega hegðan sem eina bókmenntagrein er
skiptist í undirflokka eins og heilræði, matreiðslubækur, kennslubækur í jóga o.s.frv.
En ég kannast ekki við að hefð sé fyrir slíkri flokkun. Benedikt Hjartarson stakk
upp á í samtali við mig að slíka bókmenntagrein mætti einfaldlega kalla „sjálfshjálp-
arbækur“.
31 Sjá Hallgrímur Pétursson, „Heilræðavísur“, Íslands þúsund ár: Kvæðasafn 1300−1600,
Páll Eggert Ólafsson hefur valið, Reykjavík: Helgafell, 1947, bls. 69 og „Hávamál“,
Eddukvæði, Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 1998,
bls. 27.
32 Sjá Michael Sinding „Towards a cognitive Sociology of Genres“, Cognition, Litera-
ture and History, ritstj. Mark J. Bruhn og Donald R. Wehrs, new York: Routledge,
2014, bls. 41.
33 Sbr. það sem segir um David Ritchie í neðanmálsgrein 6. Hugrúmin eru skipulagð-
ir litlir staflar af hugtökum, sem gert er ráð fyrir að verði til þegar menn tala eða
skrifa og séu breytingum undirorpin. Þau eru þá hluti af vitsmunamynstrum manna
og ef tekið væri mið af þeim með hliðsjón af bókmenntagreinunum sem málið snýst
um hér, yrði framsetningin mjög tæknileg og kynni að skyggja á þau meginatriði
sem ég vil draga fram.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“