Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 46
45
terror), og L’Homme révolté (Uppreisnarmanninn) eftir Albert camus
þegar hann fjallar um umræðuna í París á sjötta áratugnum.37 Báðir geta
þessir höfundar eflaust orðið mönnum hugstæðir andspænis ljóði Sigfúsar
þannig að þankar þeirra bætist í þann sarp sem það ýtir undir að lesandi
leggi sitt í.38
Kenndirnar sem ljóðið vekur eru kafkaískar. Sjái lesandi fyrir sér
Manninn, ekki meðalvitfirring, er beinir vopnum sínum að öllu kviku, verð-
ur hið absúrda, rofið milli lífs og manns − svo að vísað sé til Sísifúsarmýtu
camus39 − að minnsta kosti það sem nístir sárast. og af því að ljóðið sem
tjáningarform höfðar sennilega til annarra tilfinninga og geðshræringa en
stefnuyfirlýsing eða anekdóta, kann í framhaldinu að kvikna ónotagrunur.
Hann vekur ekki bara spurningar um afstöðu manna og gerðir við tilteknar
sögulegar og pólitískar aðstæður, heldur um sjálfa tilvistina og áhrif þjóð-
37 Jonathan P. Eburne, „Antihumanism and Terror: Surrealism, Theory, and the
Postwar Left.“ bls. 42 og 47−51. Sjá einnig Maurice Merleau-Ponty, Humanisme
et terreur: Essay sur le Problème Communiste, Paris: Gallimard, 1947; ensk þýðing
Humanism and Terror: An Essay on the Communist Problem, þýðing og athugasemdir
eftir John o'neill, Boston: Beacon Press 1969 og Albert camus, L’Homme révolté,
Paris: Gallimard, 1951; ensk þýðing The Rebel: An Essay on Man in Revolt, Inngangs-
orð eftir Herbert Read, endurskoðuð þýðing alls textans eftir Anthony Bower, new
York: Vintage, 1991.
38 Ljóst er að ýmsa þræði má rekja milli skrifa Sigfúsar almennt og verks Merleau-
Pontys. Þeir telja t.d. báðir valdbeitingu, ofbeldi og arðrán innbyggð í kapítal-
ismann og leggja áherslu á að gæði hans séu ekki ætluð öllum, sjá t.d. Maurice
Merleau-Ponty. Humanism and terror, bls. 175−176 og Sigfús Daðason, „Þjóðfrels-
isbarátta og sósíalismi“, t.d. bls. 117−118. Hins vegar rekst „afneitun sögunnar“ í
Uppreisnarmanni camus illa á þá aðferð sem notuð er í ljóði Sigfúsar og stuðlar
að umhugsun um sögu og samtíð, sjá t.d. Francis Jeanson, „Albert camus ou l'âme
révoltée“, Les Temps modernes, 79/1952, bls. 2070−2090; hér vitnað eftir Ronald
Aronson, Camus and Sartre: The Story of a Friendship and the Quarrel that Ended It,
chicago og London: University of chicago Press 2004, bls. 141; sjá einnig um
gagnrýni Jeansons á camus, „The Third Man in the Story, Ronald Aronson Discusses
the Sartre-Camus Conflict with Francis Jeanson“, þýð. Basil Kingstone, Sartre Studies
International, 2/ 2002, bls. 20–47. Tekið skal fram að neikvætt mat þekktra franskra
exístensíalista á Uppreisnarmanninum eftir camus hefur verið gagnrýnt af ýmsum,
sjá t.d. Jane Duran, „The Philosophical camus“, The Philosophical Forum, 4/2007,
bls. 365−371.’
39 Hér er vísað til fleygra orða camus í Le Mythe de Sisyphe „ce divorce entre l’homme
et sa vie […] c’est proprement le sentiment de l’absurdité.“ (Þessi aðskilnaður milli
mannsins og lífs hans er í raun tilfinningin um hið absúrda), sjá Albert camus, Le
Mythe de Sisyphe, Essai sur l’absurde. Nouvelle édition augmentée d’une étude sur
Franz Kafka, Paris: Les Éditions Gallimard, 1942, bls. 18.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“