Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 47
46
félagsgerðar og menningar á Manninn og líkamsmótaða vitsmuni hans.
Eða með öðrum orðum: Er þar komið sögu, eftir alla áhersluna á ein-
staklingshyggju í borgaralegum samfélögum Vesturlanda, að tómlæti eða
ónæmi sé eitt helsta einkenni íbúa þeirra, þótt þeir séu samlíðunarverur frá
náttúrunnar hendi?40
Þó að svo yfirgripsmikilli spurningu verði ekki svarað hér, get ég ekki
stillt mig um að nefna að síðustu áratugi hafa ófáir fræðimenn kannað
hvort og hvernig menning markaði vitsmunalíf mannskepnunnar, sjálf-
skilning hennar og afstöðu til annarra.41 Sökkvi maður sér ofaní skrif af
því tagi getur ónotagrunurinn sem lifir með manni frá III ljóði Handa og
orða margeflst en vitundin um ábyrgð manns sjálfs kannski líka styrkst – að
minnsta kosti um stundarsakir. Til marks um það má hafa nýlega bók Gary
olsons, Empathy imperiled, Capitalism, Culture, and the Brain (Samlíðan
í hættu, kapítalismi, menning og heilinn) sem kallast á makalausan hátt
á við ljóð Sigfúsar og getur vakið menn til umhugsunar um þátt upplýs-
ingar annars vegar og kennda hins vegar í samlíðunarviðbrögðum fólks
almennt. Í bókinni segir meðal annars frá viðbrögðum hóps bandarískra
fyrsta árs háskólastúdenta við gagnrýnni umfjöllun um utanríkisstefnu
Bandaríkjanna.42 olson, sem kennir hagfræði alþjóðastjórnmála, hafði
sýnt með dæmum af ýmsu tagi að stefnan fælist m.a. í því að fjármagna
40 Sbr. t.d. Frans B.M. de Waal, „Putting the Altruism Back into Altruism: The
Evolution of Empathy“, Annu. Rev. Psychol. 59/2008, bls. 279−300. − Hér er sneitt
hjá að ræða hvernig mannslíkaminn grípur til varna andspænis þeim flaumi upp-
lýsinga um fátækt, eymd og dauða sem mönnum berst nú, svo að áhrifin verði ekki
óbærileg.
41 Rannsóknir hafa meðal annars verið gerðar á þeim sem mótast af menningu í Aust-
ur-Asíu í samanburði við hina sem markaðir eru af menningu Vesturlanda og t.d.
verið tekið mið af hugmyndum um stigveldi og jafnrétti, einstakling og hóp, sjá.t.d.
Bobby K. cheon o.fl., „cultural influences on neural basis of intergroup empathy“,
Neuroimage 2/2011, bls. 642−650. Einnig skal nefnt að nýtt þverfaglegt fræðasvið,
menningartaugafræði (e. cultural neuroscience), fæst sérstaklega við tengslin milli
menningar, huga og heila, og til sögu hefur líka verið kynnt taugamannfræði (e.
neuroanthropology) sem vill huga að hvernig taugafræði getur nýst mannfræðingum
við rannsóknir á menningu. Sjá t.d. Shinobu Kitayama and Jiyoung Park, „cultural
neuroscience of the self: understanding the social grounding of the brain“, Social
cognitive and affective neuroscience 2−3/2010, bls. 111−129; og Benjamin c. campbell
og Justin R. Garcia, „neuroanthropology: evolution and emotional embodiment“,
Frontiers in evolutionary neuroscience 1/2009.
42 Gary olson, Empathy imperiled: Capitalism, Culture, and the Brain, new York,
Heidelberg og London: Springer, 2013, bls. 13−19.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR