Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 53
52
þanka- og þekkingarmynstrum í ljóðunum tveimur geta því orkað sárbeitt
á tilfinningar lesenda.
Hin ólíka afstaða ljóðmælendanna tveggja, jafnt til sjálfra sín sem guð-
dómsins, getur orðið grallaralega fyndin. Ljóðmælandi Wordsworth,
skáldið, er markað af rómantískum hugmyndum, til að mynda um snill-
inginn. Hann er öðruvísi gerður en aðrir menn og tekur reyndar sjálfan sig
nokkuð alvarlega, er t.d. einn af „æðri hugum náttúrunnar“ og „skapandi
sál“ sem megnar að sjá víðar en um jarðlífið.57 Ljóðmælandi Sigfúsar er
hins vegar sjálfsgagnrýninn gallagripur, sem skynjar og sér ekkert nema
jarðlífið – og tekst á við upplifun sína með skopi og íroníu. Ljóðmælandi
Wordsworths á það svo til að verða ansi þrunginn er hann ávarpar guð:
„Viska og andi alheimsins / þú sál sem ert hugsananna eilífð“.58 Svo upp-
hafinni sýn á guðdóminn mætir hinn „ókunni drottinn“ í ljóði Sigfúsar,
sem gert er ráð fyrir að flikki upp á minni mælandans eins og hver annar
lipur snúningastrákur.
Árekstrarnir sem verða vegna dæma eins og þeirra sem hér hafa verið
nefnd, ýta undir að lesendur hugleiði þær breytingar á þekkingu, heims-
mynd og samfélagi sem orðið hafa frá því að Wordsworth orti Prelúdíuna
og þar til Sigfús birtir sitt ljóð. Sagan er m.ö.o. nærri, ekki síður en í III
ljóði Handa og orða, og þá skiptir ekki litlu einkunnarorðið, „ókunni“, sem
ljóðmælandi Sigfúsar velur drottni seint og síðar meir, og samspil þess við
upphafsljóðlínurnar. Það leggur sitt til íroníunnar af því að það vitnar um
að himnafaðirinn hefur yfirleitt ekki verið ljóðmælandanum nákominn.
En í sömu mund setur það á oddinn takmarkanir þekkingar mannsins og
skilnings hans.
Lesandi veit ekki enn hvers konar atvikum drottinn tosar upp úr minni
ljóðmælandans íslenska, lokaerindið sker hins vegar úr um hvað hann er
að hugsa:
Ellegar þá
svo afmarkaðra dæmi sé haldið til haga:
prýðilegt borgar-garðshorn
57 Sjá William Wordsworth, The Prelude, the 1805 Text: Or Growth of a Poet’s Mind,
XIV, 90; XII, 207 og XIV, 74−5 og Paul Maltby, The Visionary Moment: A Postmod-
ern Critique, new York, State of new York University Press, 2002, bls. 41.
58 William Wordsworth, The Prelude, the 1805 Text: Or Growth of a Poet’ Mind, I,
429−430, sbr. einnig William Andrew Ulmer, The Christian Wordsworth, 1798−1805,
bls. 20. − Á ensku segir: „Wisdom and Spirit of the Universe / Thou Soul that art
the Eternity of thought“.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR