Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 54
53
sem ég eignaði mér forðum
en glataði síðan af tómu hirðuleysi
eða bévítans ekkisen kergju.
– og allt í einu
allt í einu fyrir þína miskunn
ókunni Drottinn!
líður mér nú svona löngu síðar
fyrir hugskotssjónir
í kyrrð og ígrænum ljóma
morgunsárs sem einu sinni var. (bls. 195−96)
Menn geta túlkað borgar-garðshornið í erindinu á ýmsa vegu, t.d. sem
undirfurðulega andstæðu náttúrunnar almennt hjá Wordsworth og/eða
sem hliðstæðu við þrá ljóðmælanda hans eftir heimili sem er horfið;59 þeir
geta líka skírskotað til ævi Sigfúsar (Máls og menningar?), til þekktra orða
Voltaires eða bara Grámanns í Garðshorni. En hvernig sem menn kjósa
að fara að, leynir íronía erindisins sér ekki: Ljóðmælandi Sigfúsar lýkur
ljóðinu með því að þakka almættinu fyrir að hann skuli muna hvernig
hlutirnir voru áður en honum tókst sjálfum að glopra þeim frá sér – með
kæruleysi, þverúð eða glópsku – um leið og eignarhaldið sem hann leggur
á „garðshornið“ skipar honum á bekk með ýmsum strákslegum og upp-
reisnargjörnum persónum bókmenntasögunnar, t.d. Litla Kláusi H.c.
Andersens.
Íronían breiðir auðvitað glott sitt yfir það sem á undan er gengið en
talar í sömu mund á annan veg – hljóðalaust – máli skálds sem veit dauða
sinn skammt undan en eygir blik af hinu liðna „í kyrrð og ígrænum ljóma
/ morgunsárs“. Fínlegt samspilið milli tveggja síðustu ljóðlínanna, þar sem
orðmyndin „morgunsárs“ er sett í forgrunn við upphaf lokalínunnar, ýtir
undir að lesendur tengi friðsældina og fagurgrænan ljómann tvenns konar
skilningi sem leggja má í orðmyndina (morguns-árs; morgun-sárs).60
Minningin orkar því ekki sem óskoruð sæla heldur merlar hún við lágvær-
an undirleik „sárs“aukans sem vísar bæði fram og aftur í tímann – og setur
í fyrirrúm mennska skynjun og tilfinningu sem er tengd ábyrgð mannsins
á sjálfum sér. Umfram allt segir þó minningin: „Ég er ekki alveg dauður
59 Sbr. t.d. J.R. Watson, Wordsworth’s Vital Soul, The Sacred & Profane in Wordsworthʼs
Poetry, [útg.st. ekki nefndur] The MacMillan Press 1982, bls. 210 −229.
60 Sbr. Jónas E. Svafár, Það blæðir úr morgunsárinu: Ljóð og myndir, Reykjavík: Prent-
smiðja Þjóðviljans, 1952.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“