Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 56
55
Síðustu ár hefur því meðal annars verið haldið fram á sviði hugrænnar
taugafræði að heilinn noti sambræðing (e. confusion) til að hugsa flóknar
hugsanir. Þegar hann þurfi að vinna úr markmiðum eða upplýsingum sem
rekast á, færi hann sér í nyt áreksturinn til að skapa nýstárlegar lausnir,
jafnvel alnýjar hugmyndir. Húmoristar séu þeir sem hafi unun af að rækta
þessi einkenni heilans; þeir sem séu opnir fyrir aragrúa ólíkra hugmynda og
tilbúnir að tefla saman þeim sem koma hver úr sinni áttinni.64 Slíkir menn
horfast í augu við margbreytileika eigin skapnaðar og umhverfisins – hvort
sem gert er ráð fyrir að þeir iðki sambræðing eða blöndun (e. blending).65
Því á ég æ erfiðara með að ímynda mér raunsæismann án húmors og velti
fyrir mér hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta ýmsum merkimiðum sem
settir hafa verið á menn í íslenskri bókmenntasögu með hliðsjón af því sem
nú er frekast vitað um vitsmunastarf mannskepnunnar í heilu lagi, fremur
en til dæmis með ofuráherslu á mál og texta.
Á G R I P
„vegir sem stefna […] beint út í hafsauga“
Um húmor og íroníu og þrjú ljóð Sigfúsar Daðasonar
Í greininni eru kynntar ýmsar hugmyndir – einkum hugfræðinga – um húmor og ír-
óníu og lögð áhersla á að þetta tvennt séu vitsmunaferli sem marki jafnt daglegt mál
sem skáldskap. Mælt er fyrir þeim skilningi að þegar menn bregði fyrir sig húmor og
íróníu, hverfi þeir frá tengdum hugmyndum sem eru viðteknar í ákveðnum hópi eða
samfélagi til annarra sem rekast á þær fyrri, rífa þær niður, láta þær orka hlægileg-
ar eða sýna í hverju þeim er áfátt. Því næst er gerð grein fyrir húmor og íroníu í
þremur ljóðum eftir Sigfús Daðason, tveimur úr ljóðabókinni Höndum og orðum (III
og XVI) en hinu þriðja úr bókinni Og hugleiða steina (I í öðrum hluta). Skýrt er að
hverju húmor Sigfúsar og íronía beinist og rætt jafnt um kunnar hugtakslíkingar,
hið háleita og blöndun. Þá koma m.a. við sögu skrif Sigfúsar og annarra um nýlend-
64 Sjá, Scott Weems, Ha!: The Science of When We Laugh and Why, new York: Basic
Books 2014, bls. xiii.
65 Þó að sambræðingshugmyndin minni á blöndunarkenningu Fauconniers og Tur-
ners er ekki um sama fyrirbæri að ræða. Weems talar um heilann almennt en
Fauconnier og Turner beina sjónum sérstaklega að huga – hugrúmum og blöndun
hugtaka úr þeim − og máli, og byggja m.a. á metafórukenningu Lakoffs og Johnsons
og fyrri skrifum Fauconniers um hugrúm.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“