Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 58
57
Ritið 1/2015, bls. 57–83
Þegar við höfum séð hluti nokkrum sinnum
förum við að kannast við þá: hluturinn er
frammi fyrir okkur, við vitum af því, en við
sjáum hann ekki. Þess vegna getum við ekk-
ert sagt um hann sem skiptir máli.
Viktor Shklovskíj, Listin sem tækni (30).
Steinn úr steini
Í Ódáinsakri Jóns Karls Helgasonar er kafli um líkneski þar sem hann talar
um tilfæringar á myndastyttum innan Reykjavíkurborgar á þriðja og fjórða
áratug síðustu aldar. Þar rekur Jón Karl meðal annars þær umræður sem
sköpuðust í þjóðfélaginu um hvar líkneski Hannesar Hafsteins ætti að
standa. Einna athyglisverðast við þessa umræðu er sú staðreynd að ekki var
spurt um réttlætingu á verkinu, heldur snerust þræturnar um hvar það ætti
að vera. Það var ekki hvað sem skipti mestu heldur hvar. Eins bendir Jón
Karl á athyglisverða grein sem Kristján Albertsson – ef til vill þekktastur
í dag fyrir „Loksins, loksins“ ritdóm sinn um Vefarann mikla frá Kasmír –
ritar árið 1929. Þar heldur Kristján því fram að „Danakonungur ætti að
hverfa af stöplinum framan við Stjórnarráðið“ þar sem hann ætti „ekki
sæti við hlið Jóns Sigurðssonar, hvorki í sögu landsins nje í vitund þjóð-
arinnar og stytta hans þá heldur ekki“.1 Vert er að gefa því gaum að það er
greinilegt af málflutningi manna að einn veigamesti hlutinn sem ákvarðar
gildi líkneskisins er þáttur þess í huga, eða „vitund þjóðarinnar“. Í vit-
und þjóðarinnar, sem geymir menningarlegt minni hennar, samræmdist
1 Jón Karl Helgason, Ódáinsakur, Reykjavík: Sögufélag, 2013, bls. 107. Jón Karl
vitnar í Kristján Albertsson, „Hvar á stytta Hannesar Hafsteins að standa?“, bls.
7.
Kjartan Már ómarsson
Týndi sonurinn
Hugleiðing um líkneski Leifs heppna Eiríkssonar