Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 65
64
að velja henni stað á hæsta punkti bæjarins, og vildu að umhverfi hans væri
breytt eftir þeirra hentugleika. Loks láta þeir í ljós áhyggjur sínar yfir því
að „í Reykjavík fyndist ekki nógu sterkt farartæki til að flytja verkið frá
höfninni uppá Skólavörðuholt“.24
Íslendingar fengu styttu að gjöf sem var stærri og meiri en þeir höfðu
burði til að framleiða sjálfir. Þeir voru minntir á hversu skammt á veg
þeir væru komnir í tæknivæðingu þar sem einungis einn vörubíll fannst í
bænum, sem var nógu sterkbyggður til þess að flytja styttuna. Til að bíta
höfuðið af skömminni þurfti að fá „Tryggva Magnússon, glímukappa, til
að hjálpa bílnum síðasta spölinn“ með þyngstu hlössin. Það er auðséð
að þetta er ekki meðferð sem sæmir menningarlandi. Jötunn sem teymir
vörubíl upp brekkur er efni í fornsögur um forynjur og garpa, ekki lýsing
á starfsaðferðum í landi þar sem hyggjuvitið og fegurðarskyn ríkir ofar
öllu. og loks þurfti að ryðja burtu Skólavörðunni sem hafði staðið uppi á
holtinu, í einni eða annarri mynd, í tæp tvö hundruð ár til að koma gjöf
Bandaríkjamanna fyrir.25 Þótti þá sumum nóg komið en til voru þeir sem
„sporna gegn hungri, fátækt og hnignun siðferðisþreks“ sökum aukinna vinsælda
stjórnmálahugmynda sem sóttu til vinstri. Íslensk þjóð var vissulega fátæk og þar að
auki svöng, en það hafði hún verið alla tíð. Það hefur þar fyrir utan verið margoft
sýnt fram á að „blessað stríðið“ færði íslenskri þjóð óþekktan auð og aukið við-
urværi. Því væri ekki alrangt að ímynda sér að peningarnir hafi verið reiddir fram í
því skyni að vinna gegn hugmyndastraumum sem Bandaríkjamenn töldu óæskilega,
sem væri þá hægt að líta á sem menningarlegt landnám af ákveðnu tagi. Robert
McMahon, Cold War: A Very Short Introduction, oxford: oxford University Press,
2003, bls. 30. Sjá um gjafamenningu: Marcel Mauss, The Gift: The Form and Reason
for Exchange in archaic Societies, London og new York: Routledge classics, 2002.
24 Höfundur óþekktur, „Styrkar stoðir undir Leifi heppna“, Morgunblaðið, 12. júlí
1997, bls. 7.
25 Líkt og sjá má í mannfræðirannsóknum um gjafamenningu eru gjafir af þessu tagi
valdapólitískt útspil, og eins þarf að taka tillit til þess að í gjöfum af þessu tagi fylgir
viðurkenning á stöðu þiggjandans, líkt og í tilfelli frelsisstyttunnar í new York.
Þá þarf sömuleiðis að huga að því að frelsisstyttan var gerð til að minnast sam-
starfs Frakka og Bandaríkjamanna í amerísku frelsisbyltingunni. Það var virkilega
eitthvert samband þarna á milli, fyrir hvort tveggja gefanda og þiggjanda. Leifur
hafði hins vegar talsvert meiri þýðingu fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga. Hann
„fann“ Ameríku; hann bjó í Ameríku, við afhjúpun styttunnar var bandaríski þjóð-
söngurinn spilaður en ekki sá íslenski og svo er – til gamans – fróðlegt að bera
saman wikipediu-síður sem fjalla um Leif. Sú íslenska samanstendur af þremur
málsgreinum sem telja 170 orð á meðan sú sem er á ensku er tíu sinnum lengri.
Þetta sýnir svart á hvítu að hinn enskumælandi heimur hefur töluvert (jafnvel tíu
sinnum) meiri áhuga á Leifi heldur en Íslendingar. Þetta er vitaskuld ekki tæmandi
samanburður heldur einungis fáein atriði til þess að veita innsýn.
KJaRtan MÁR óMaRSSon