Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 66
65
vildu miðla málum og bentu á leiðir til að halda hvoru tveggja í senn, eins
og sjá má í grein sem birtist í Vísi 1931:
Látum Skólavörðuna standa. Ætti þó helst að þoka henni það til,
að hún stæði annaðhvort rétt fyrir Skólavörðustígnum, eða alveg til
hliðar við hann. Gerum svo vörðuna miklum mun gildari og hærri
en hún er. (Mörgum finst sem fótstallur Ingólfs á Arnarhóli ætti að
vera alt að hálfu hærri en hann er). Setjum svo Leif heppna þar upp
á og höfum gangrúm með handriði umhverfis líkneskið. – Mundi þá
Leifur njóta sín að makleikum og útsýni hið fegursta af vörðusvöl-
unum.26
Það sem greinarritari Vísis leggur til hefði aldrei getað orðið. Að fag-
urfræðilegum ástæðum undanskildum má benda á tvennt: virkni og virð-
ingarstöðu. Á Skólavörðunni voru svalir og þangað lögðu menn leið sína
til þess að líta á borgina með hinu greinandi og guðlega augnaráði; til að
hefja sig yfir jarðneskar þarfir og finna hversu vítt var til veggja og hátt til
lofts í húsi andans.27 ofan úr Skólavörðunni sá yfir borgina. Í stað þess
að mæla götur og stíga, í stað þess að hverfa í hið manngerða umhverfi,
var maður hafinn yfir kringumstæður sínar. Byggingarnar og strætin með
öllum sínum blæbrigðum, krákustígum og rangölum eru smættuð niður í
viðfangsefni hins greinandi auga. Borgin verður texti, frásögn sem hægt er
að yrða, lesa eða rita eftir eigin höfði.28
Möguleikinn á því að upplifa þessar kenndir hvarf hins vegar með vörð-
unni og tilkomu Leifs. Í staðinn kom hart grjótið og kalt járnið, fráhrind-
andi í eðli sínu. Leifur, grænlenski gesturinn frá Ameríku, stendur með
brugðið sverð, á stærð við hálfan annan mann og gnæfir yfir áhorfandann
sem eitt sinn stóð í hans sporum. Sé Leifsstyttan sett í svipað samhengi og
líkneski Thorvaldsens sem rætt var um í upphafi og hugað að því að til-
færsla þess var hluti af því að íslenska þjóðin færði sig fjær dönskum áhrif-
26 Borgarbúi, „Til athugunar – Látum Skólavörðuna standa“, Vísir, 21. júní 1931,
bls. 3.
27 Sbr. „Að vera hafinn upp á top World Trade center er að vera hafinn úr greipum
borgarinnar. Líkami manns hættir að vera fangi stræta sem beygja og beygja á
ný samkvæmt ónefndri reglu […] Þegar upp er komið, hefur maður slitið sig frá
fjöldanum sem ber mann áfram og stokkar innan sjálfs sín einkennum höfunda
og sjáenda […] Upphafningin umbreytir [manni] í sjáanda […] Hún gerir manni
kleift að lesa [borgina], að vera sólar Auga, sem lítur niður líkt og guð“. Michel de
certeau, The Practice of Everyday Life, bls. 91–92.
28 Sbr. nmgr. 4.
TÝnDI SonURInn