Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 68
67
sögurnar. Með öðrum orðum sárvantaði eitthvað sem var einfaldlega hægt
að benda á og segja: Sjáið bara hvað við höfum afrekað, aðeins þjóð á háu
menningarstigi gæti gert eitthvað þessu líkt. Íslendinga skorti eitthvað sem
bar menningu þeirra vott og mátti prenta á póstkort, frímerki eða jafnvel
öskubakka svo hægt væri að emalera hugsunina í vitund þjóðarinnar, eitt-
hvað myndrænt og auðskilið.31
Olnbogaþjóðin
Ætla mætti að metnaðurinn fyrir þjóðlegum táknmyndum hafi verið
sprottinn af minnimáttarkennd gagnvart nágrannaþjóðum. Ekki var langt
liðið frá því að íslenskri þjóð, að því hún taldi, hafði verið gerð mikil smán.
Annars vegar var oftar en ekki litið á Ísland sem danska hjálendu.32 Hins
vegar átti að stilla Íslendingum upp ásamt Grænlendingum og „blámönn-
um“ á iðnaðarsýningu í Danmörku sem síðar var uppnefnd „skrælingja-
sýningin“.33
Árið 1905 ætlaði danska heimilisiðnaðarfélagið að halda sýningu í Tívolí
þar sem tilgangurinn var að kynna hjálendur Danmerkur fyrir fólkinu í
landinu „þannig, að það [vekti] áhuga fjöldans á högum hinna fjarlægari
þegna Danaveldis“.34 Þegar íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn heyrðu
31 Þetta er það tímabil á Íslandi þegar aðrar listir verða fyrirferðarmeiri í íslenskri
menningu og fagurfræðiorðræðan víkkar út. Ólafur Rastrick gerir þessu greinargóð
skil í bók sinni Háborgin: menning fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar,
Reykjavík: Háskólaútgáfan; Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 2013.
32 Jón Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Íslendingum: Deilur um nýlendusýninguna
1905“, Þjóðerni í þúsund ár, ritstj. Jón Yngvi Jóhannsson; Kolbeinn Óttarsson
Proppé; Sverrir Jakobsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 135–150, bls. 139.
Hjálendumálið var snar þáttur í sjálfsmyndarsköpun Íslendinga í sjálfstæðisbarátt-
unni. Í grein Jóns Yngva kemur til að mynda fram að það hafi verið Jón Sigurðsson
sem mótaði „skilning Íslendinga á því hvort Ísland væri nýlenda, og hann er í stuttu
máli eftirfarandi: Ísland er ekki nýlenda, en Danir eru nýlenduherrar og fara með
landið líkt og það væri nýlenda“ (135).
33 Hafnarstúdentinn Vilhjálmur Finsen skrifaði grein í Klokken 12 þar sem hann spyr:
„Getur Ísland verið þekkt fyrir að taka þátt í svona sýningu, þar sem íslenzkum
konum í þjóðbúningum er stillt upp við hliðina á eskimóum og negrakerlingum?
Hér segi ég nei! Það er smánarblettur á þjóðerni voru og vanmat á menningu okkar,
og það er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi“. Það sem Vilhjálmur og samstúdentar
hans óttuðust var að færi sýningin fram undir upprunalegum formerkjum myndi
hún „styrkja þá röngu mynd“ sem fjöldi Dana hafði af Íslendingum á þeim tíma,
að þeir væru engu skárri en Grænlendingar. Vilhjálmur Finsen, Hvað landinn sagði,
Akureyri: norðri, 1958, bls. 31. [Upprunalega birt í Klokken 12, 31. desember].
34 Vilhjálmur Finsen, Hvað landinn sagði, bls. 18.
TÝnDI SonURInn