Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 69
68
af þessu varð uppi fótur og fit. „Hvar sem landar hittust […] var talað
um þetta stórkostlega hneyksli, sem [þeim] þótti vera, að ætla að „sýna“
[þá] og [þeirra] landa í hópi svertingja og eskimóa – og sem „hjálendu“
Danmerkur!“.35 Efnt var til fundar þar sem ákveðið var að hefjast handa
„gegn þessari svívirðingu“. Til að mynda voru skrifaðar mótmælagreinar
í íslensk dagblöð og dönsk þar sem sagði: „Að skipa Íslandi á bekk með
Grænlandi og dönsku eyjunum í Vestur-Indíum, eins og nú er áformað í
þessari sameiginlegu sýningu fyrir þessa ríkishluta, er byggt á fullkomnum
misskilningi á stöðu Íslands í ríkinu og lítilsvirðir menningu þess og þjóð-
erni“.36
Hjálendumálið var einnig viðkvæmt fyrir annarra hluta sakir því eins og
Jón Yngvi Jóhannsson hefur bent á er þjóðernishyggjan „nátengd nútíma-
væðingu vestrænna samfélaga“.37 Jón Yngvi segir að deilurnar hafi ekki
síður snúist um „viðurkenningu Íslendinga sem sérstakrar pólitískrar og
menningarlegrar þjóðar“.38 Íslendingar voru á fleygiferð inn í nútímann
og sú mynd sem hefði verið dregin upp af þeim á sýningunni hefði verið
röng. Það væri ekki fyrr en umbreyting þjóðlífsins, sem var aðeins nýhafin,
væri fullkomnuð, sem hægt væri að „sýna íslenska nútímamenningu eins
og hún raunverulega er“.39 Það átti að sýna gamla Ísland og það ýfði upp
gömul sár.40
Íslendingum sárnaði að vera „aðraðir“ á þennan hátt og það jók löngun
framámanna þjóðarinnar að geta teflt fram einhverju hlutbundnu sem bæri
vott um menningu þeirra og megin. „Hin einu mannaverk, sem vara, eru
háar og heilbrigðar hugsjónir mótaðar í málið, steininn, stálið“ sagði pró-
fessor Guðmundur Finnbogason.41 Eina „minnismerki“ Íslendinga sem
stóð mótað í stál og stein og hægt var að benda á án útskýringa, til marks
um menningu Íslendinga, var Skólavarðan og henni var rutt burt eins
og hverju öðru rusli. Með nokkrum rétti mætti segja að Bandaríkjamenn
hafi verið að endurtaka leik Dana frá árinu 1905. Gjöf Bandaríkjamanna
35 Vilhjálmur Finsen, Hvað landinn sagði, bls. 22.
36 Sama rit, bls. 23.
37 Jón Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Íslendingum: Deilur um nýlendusýninguna
1905“, bls. 141.
38 Sama rit, bls. 140.
39 Sama rit, bls. 142.
40 Guðmundur Hálfdanarson fjallar um spurninguna hvort Ísland hafi verið nýlenda
í nýlegri grein. Guðmundur Hálfdanarson, „Var Ísland nýlenda?“, Saga 1/2014.
41 Guðmundur Finnbogason, „Ræða Guðmundar prófessors Finnbogasonar á svölum
Alþingishússins 1. desember 1923“, Lögrjetta, 3. desember 1923, bls. 2.
KJaRtan MÁR óMaRSSon