Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 70
69
var enginn greiði þegar að er gáð, en það má aftur á móti líta á hana sem
borealisma (e. borealism).42
Hugtakið hefur verið notað til þess að lýsa ákveðinni tilhneigingu til að
framandgera íbúa norðursins með einum eða öðrum hætti.43 Borealismi
er hugsaður sem afbrigði oríentalisma Edward Said sem vísar í veru-
fræðilegar og þekkingarfræðilegar skilgreiningar milli tvenndarparsins
austurs og vesturs, þar sem Vesturlöndin eru í áhrifastöðu en Austurlönd
eru jöðruð.44 Rannsóknir Saids á frásagnarsambandi milli Vesturheims og
Austursins leiddu í ljós að ákveðnar valdatengingar og væntingar felast
í samskiptum milli menningarheima þar sem ímynd þjóðernis eða bak-
grunns leikur veigamikið hlutverk í valdatafli milli þjóða. Þannig gerðu
Vesturlandabúar, frá 18. fram á 20. öld, tvennt í senn: skilgreindu sjálfa sig
sem miðlæga út frá andstæðunni við „framandi“ Austurlandabúa og við-
héldu hugmyndafræðilegum yfirráðum í nýlendum sínum með lotulausri
framleiðslu á oríentalískri orðræðu sem jaðraði íbúa Austursins.45 Mestu
skiptir að vera „sá“ sem stendur næst valdamiðjunni. Því fjær sem maður/
þjóð er frá miðju, þeim mun lakari er staða hans/hennar. Greining ímynda
úr norðrinu almennt, og sér í lagi frá Íslandi, er því á margan hátt rann-
sókn á valdaspili milli miðju og jaðars þar sem Ísland gegnir jaðarstöðu.46
42 Fjöldi tilrauna hefur verið gerður til þess að skýra milliríkjatengsl Íslands við önn-
ur lönd og hafa þessi sambönd fengið fleiri en eina nafngift. Ann-Sofie nielsen
Gremaud talar t.d. um dul-lendur (e. crypto-colonialism) þegar hún ræðir samband
Íslands og Danmerkur og Jón Yngvi Jóhannson hefur talað um skandinavískan
oríentalisma. Sjá: Ann-Sofie nielsen Gremaud, „Ísland sem rými annarleikans.
Myndir frá bókamessunni í Frankfurt árið 2011 í ljósi kenninga um dul-lendur
og heterótópíur“, Ritið 1/2012, bls. 7–31. Jón Yngvi Jóhannsson, „Scandinavian
orientalism: The Reception of Danish-Icelandic Literature 1905–1950“, Nordisk
Litteratur og mentalitet, Færeyjar: Frodskaparsetur, 2000.
43 Samantekt um borealisma fengin úr: Schram, Kristinn, „Banking on Borealism:
Eating, Smelling, and Performing the north, Iceland and Images of the North, ritstj.
Sumarliði R. Ísleifsson, Sainte-Foy: Presses de l'Université du Québec; Reykjavík:
ReykjavíkurAkademían, 2011, bls. 305–329, hér bls. 305–306.
44 Ágætis samantekt um oríentalisma er Edward Said, „orientalism (2003): formáli að
tuttugu og fimm ára afmælisútgáfunni“, þýð. Guðrún Jóhannsdóttir, Ritið, 3/2006,
bls. 153–170.
45 Bill Ashcroft; Pal Ahluwalia, Edward Said, London; new York: 2001, bls. 53.
46 Í seinni tíð hefur borealismi af þessum toga komið ákveðnum fyrirtækjum á Íslandi,
sér í lagi þeim sem sinna ferðamönnum, til góða. Það þykir t.a.m. heillandi hve
íslensk náttúra er „óspillt“ og fá ferðamenn til Íslands til þess að baða sig í norður-
ljósum og heitum náttúrulaugum, og mögulega hitta fyrir göfuga villimenn sem
kveða rímur og taka í nefið. Eins hafa íslenskir tónlistarmenn gengið á lagið og gert
sér borealismann að góðu. nægir þar að nefna Björk Guðmundsdóttur og Sigurrós
TÝnDI SonURInn