Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 71
70
Í ljósi þessa má líta á allt umstangið kringum Leif sem leik í menn-
ingar- og sálfræðilegu valdatafli. Hægt er að líta á gjöf Bandaríkjamanna
sem tákn um menningarlegt landnám sem á sér stað um svipað leyti og
eiginleg völd dönsku herraþjóðarinnar fara þverrandi á eyjunni.47 Gjöf
Bandaríkjamanna má með nokkrum rétti lesa sem tákn um herhlaup vest-
rænna menningaráhrifa hérlendis en hún er á sama tíma tilraun fólks sem
hefur ekki verið hluti af ákveðinni lífsreynslu til þess að stjórna hugsun
og hugmyndum fólks með því að ráða yfir kennileitum og staðsetningum
þeirra. Í valdatafli þjóðanna drepur riddarinn þeirra (Leifur) drottninguna
okkar (Skólavörðuna). Þetta kemur berlega fram í ræðu Knuds Zimsen
borgarstjóra við afhjúpun styttunnar:
Staðurinn, þar sem við nú stöndum hefir um langan tíma verið
Reykvíkingum kær. Meðan bærinn var lítið og fámennt þorp var
skemtigöngum beint hingað, þar sem víðsýnið var mest, og þótt
bærinn hafi vaxið og byggingarnar hjer umhverfis þrengi að, þá hafa
Reykvíkingar ávalt leitað upp að Skólavörðu. Þótt Skólavarðan væri
lítið og fremur óásjálegt mannvirki, þá var hún um margra áratugi
nokkurs konar útvörður bæjarins. Hún var hið fyrsta, sem aðkomu-
menn sáu, hvort heldur þeir kæmi landleiðina eða af sjó. Bygging
bæjarins hefir breytt mjög umhverfinu hjer á Skólavörðuhæð og
meira en annars staðar í bænum. Hin mikla bunguvaxna hæð er
horfin og orðin að götum og lóðum við höfnina, og þar sem áður
var hrjóstugt holt eru nú skipulagðar götur og hús reist, og eftir
nokkur ár verða reisulegar byggingar komnar alt í kringum hásvæði
holtsins. Hjer er ætlaður staður, þar sem reist verði guðshús, skólar
og byggingar fyrir vísindasöfn. Í mörg ár hefir þetta stærsta opna
svæði í hinni gömlu Reykjavík verið nefnt háborg íslenskrar menn-
ingar, og þótt enn sjé hrjóstugt hjer í kringum okkur og fátt fagurt
að líta af mannanna verkum, þá mun framkvæmdasemi Reykvíkinga
og atorka fá þessu breytt á skömmum tíma. Skólavörðuhæðin hefir
fyrir tæpum tveim áratugum lagt fram efni til þess mannvirkis, sem
sem segjast trúa á drauga í viðtölum við erlendu rokkpressuna og klæða sig eins og
álfar.
47 Það er til marks um umrót félagslegra og menningarlegra strauma í þjóðfélaginu
að Leifsstyttan er reist á holtinu sama ár og Sovétvinafélag Íslands var „stofnað í
þeim tilgangi að halda uppi kynningu og menningarlegu sambandi við Ráðstjórn-
arríkin“. Ívar H. Jónsson, „Stutt ágrip af sögu MÍR“, sjá:http://www.mmedia.is/
felmir/Skjol/Agrip%20af%20sogu%20%20MIR.pdf.[Sótt 2. janúar 2013].
KJaRtan MÁR óMaRSSon