Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 72
71
er hin verklega og fjárhagslega undirstaða undir öllum vexti og við-
gangi Reykjavíkur á þessu tímabili og mun svo verða um ókomnar
aldir. nú geymir þessi sama hæð möguleika og grundvöll fyrir þær
framkvæmdir sem eiga að tryggja menningu og andlegan þroska þeirra
kynslóða, sem hjer eiga framvegis að búa.48
Það er forvitnilegt, þegar maður veit að Zimsen var frábitinn því að hafa
Leifsstyttuna á holtinu, að rýna vel í þau orð sem hann velur í ræðu sinni.
Það er eins og honum sé fremur í mun að draga fram mikilvægi holts-
ins, og vörðunnar, en styttunnar sem hann er að veita viðtöku fyrir hönd
borgarinnar. Ákveðins trega gætir þegar hann ræðir um Skólavörðuna,
sem rutt var burt svo Leifur hefði nægilegt olnbogapláss. Hann talar um
að Reykvíkingar hafa ávallt leitað upp að Skólavörðunni og hún hafi verið
útvörður bæjarins í marga áratugi. Þessi meðferð fer nærri því að vera
sambærileg því að besti maðurinn fari hlýlegum orðum um fyrrverandi
kærustu brúðgumans í ræðu sinni – að sú sem hvarf frá hafi að minnsta
kosti verið jafn merkileg og sú sem kom í hennar stað.
Bæði og, en hvorki né – en samt
Það voru einkennilegir tímar á Íslandi sem verður kannski best lýst sem
tímum togstreitu. Annars vegar reyna ráðamenn að sanna fyrir umheim-
inum að Ísland og íslensk menning standi jafnfætis öðrum menningar-
þjóðum heimsins og til þess þurfi samfélagið að nútímavæðast. Hins vegar
– og það er einnig þáttur í nútímavæðingu Íslands – er sjálfstæðisbaráttan
í hvínandi gangi og henni fylgir sjálfsmyndarsköpun sem er nátengd öllu
sem fornt er. Tvennt gerist í senn, haldið er í tvær áttir samtímis. Benedikt
Hjartarson hefur rannsakað þessa þverstæðu og þykist „greina sameig-
inlega þræði í skrifum menntamanna um framtíð íslenskrar menningar
á þessum tíma: flytja á inn það besta úr evrópskri menningu en vernda
íslenskt þjóðfélag fyrir spillingaráhrifum nútímans“.49 Benedikt bendir á
að í grein sem Einar olgeirsson skrifar í tímaritið Rétt árið 1926 birtist
tvíbent viðhorf til nútímamenningar þess tíma. Hann telur það birtast í
textanum að Einari finnist nauðsynlegt að opna þjóðlíf fyrir uppbyggileg-
um áhrifum en á sama tíma þurfi að vernda það fyrir alþjóðlegum meinum
sem eiga rót í sama brunni.
48 Höfundur óþekktur, „Afhjúpun minnisvarða Leifs heppna á sunnudaginn“, bls. 3.
49 Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáend-
um: um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79–119, hér bls. 85–86.
TÝnDI SonURInn