Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 73
72
Það má merkja sambærilegan tón í skrifum Einars Ólafs Sveinssonar
fáeinum árum síðar. Landið er að opnast fyrir erlendum menningaráhrif-
um í meira magni en áður og eins eru Íslendingar farnir að sækja á erlend
mið til þess að kynna menningu sína fyrir umheiminum. Einar Ólafur talar
í grein sinni um íslenska menningu, að aðkomin áhrif séu „óhjákvæmileg
nauðsyn fyrir allan vöxt og þroska“ og gefur lítið fyrir það álit íhaldsafla að
„vér eigum að loka oss úti frá straumum þessarar menningar eða ómenn-
ingar“.50 Á afhjúpunardegi Leifsstyttunnar talaði sendiherra Bandaríkjanna
eins og Prómeþeifur, og sagði að það hefðu verið Bandaríkjamenn sem
tengdu Ísland við umheiminn með því að færa því tæknina, símann, og
„rafmagnsljósið, sem þjer unið yður við á vetrarkvöldum. Uppgötvanir
sem gerðar eru á vorum stóru rannsóknarstofum“ og svo framvegis.51
Einari Ólafi Sveinssyni verður tíðrætt um þessar tækniframfarir sem berast
til landsins úr hinum stóra heimi. Það hlutverk sem alla vega vélar hafa í
alþjóðlegu samhengi, tæki sem gera samgöngur og boðskipti einfaldari eru
einnig fyrirferðarmikil. Þessi tæki sem „flytja orð og hugsanir eftir nýjum
leiðum og með hraða, sem menn dreymdi varla um áður […] vinna að því
að gera reynslu sem flestra manna hina sömu, láta menn sjá og heyra hið
sama, láta einn manninn hugsa öðrum líkt!“.52 Greina má óttablandna
virðingu fyrir tækninýjungunum í grein Einars Ólafs og aftur kemur fram
sú skoðun að það eigi að gera hvort tveggja í senn: að vera móttækilegur
fyrir „góðum“ áhrifum en verja sig gegn þeim „slæmu“. Stöðlun iðnvæð-
ingarinnar nær ekki síður til vitundarinnar en framleiðslunnar. Það verður
ekki komist hjá innreið nútímans og aðeins spurning hvort hann eigi að
bera mann eða draga:
Vér erum á leið til hins fyrirheitna lands, nýrrar íslenzkrar menn-
ingar, og það skiptir oss ekki síður en Sæmund [fróða] miklu máli,
að komast þá leið fljótt. Vér tökum í þjónustu vora erlend vísindi og
tæki, starfsaðferðir og skipulag. Vér látum þetta bera oss áfram með
undraverðum hraða. Vér treystum því, að oss takist að drottna yfir
því, og að það nái aldrei yfirtökum.53
50 Einar Ól. Sveinsson, „Um íslenzka menningu“, Samvinnan, 1/1930, bls. 6–19, hér
bls. 8, 13.
51 Höfundur óþekktur, „Afhjúpun minnisvarða Leifs heppna á sunnudaginn“, bls.
3.
52 Einar Ól. Sveinsson, „Um íslenzka menningu“, bls. 7–8.
53 Sama rit, bls. 19.
KJaRtan MÁR óMaRSSon