Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 74
73
Hér vísar Einar í þjóðsöguna þegar Sæmundur fróði fær far á baki andskot-
ans yfir hafið og heim, og það má heita lýsandi fyrir hið tvískipta hugarfar
sem minnst hefur verið á að Einar endi grein sína á spá sem felur í sér
framtíð á grundvelli vísinda og tækni en byggi hana á grunni þjóðsögu.
Sýnt er að framfarirnar sem voru grundvöllur þess að land og þjóð
yrðu tekin í þá alþjóðlegu og menningarlegu sátt, sem hún sóttist eftir,
voru blandnar hræðslu manna við að þjóðin tapaði sérkennum sínum. Þótt
dæmin séu eflaust fleiri, má telja að greinar þessara tveggja nafna séu lýs-
andi fyrir þær hugmyndafræðilegu þverstæður sem gegnsýrðu orðræðu
tímabilsins, ekki síst þá skoðun að opna þurfi landið fyrir erlendum menn-
ingarstraumum en engu að síður að taka tillit til sérstöðu íslenskrar menn-
ingarhefðar.
Það kom að mörgu leyti í hlut Leifs Eiríkssonar heppna að innlima
þessar hugmyndafræðilegu þverstæður. Vandkvæði Leifsstyttunnar aukast
hins vegar um helming þar sem hún í raun umpólar hefðbundið, almennt
viðurkennt andstæðupar (gamalt+gott verður gamalt+vont) sem glímt hafði
verið við í Reykjavík í áraraðir. Átökin í orðræðunni um Skólavörðuna á
sínum tíma voru að miklu leyti fólgin í því að hún stóð á mærum tveggja
andstæðupara í hugum fólks. Tilfinningar manna til Skólavörðunnar
grundvölluðust á hvorum megin þær féllu í andstæðuparinu fortíð+sami/
framtíð+hinn. Borgarvæðingin sem fylgdi framtíðinni var eitthvað nýtt og
undarlegt í hugum fólks á fyrstu áratugum 20. aldar en afdalahátturinn
sem hafði fylgt landinu í aldaraðir batt það saman.
nú var aftur á móti nýrri táknmynd komið fyrir á sama stað og til-
finningin um að meta gildi hennar öndvert varð áleitin. Andstæðunum
var snúið og nú tengdist fortíðin öðrum en framtíðin sama (fortíð+hinn/
framtíð+sami) og borealisminn situr fastur í fortíðartengingunni. Hugur
manna stóð til alþjóðlegrar viðurkenningar, að fá að slást í hópinn með
menningarlöndunum úti í heimi en hér var komið merki Kains, sem ríg-
batt landsmenn við „hinn“-hópinn, og það á hæsta hól höfuðstaðarins. nú
skyldi hið fyrsta sem aðkomumenn sáu, hvort heldur þeir kæmu landleið-
ina eða af sjó vera nokkuð sem minnti þá á jaðarstöðu Íslendinga en ekki
framgöngu. Menn stóðu skyndilega í þeim sporum að þurfa, að vissu leyti,
að afneita fortíð sinni til þess að ganga nútímanum á hönd, eða að sætta sig
við upprunann og sitja hjá, sem hinn, í alþjóðlegri menningarumræðu og
þurfa að skilgreina sig í átt að þessari „íslensku hetju“.
Bandaríski mannfræðingurinn clifford Geertz skrifaði grein á sjöunda
TÝnDI SonURInn