Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 75
74
áratugnum þar sem hann hélt því fram að líta mætti á hugmyndafræði
sem skipulagt kerfi margbrotinna tákna.54 Hann sagði þessi tákn virka
sem framsetningar á veruleikanum og verða að eins lags leiðarvísum
sem einstaklingar og hópar gætu stuðst við til þess að fóta sig í samfé-
lagi.55 Ef við ímyndum okkur að umræðan um tilfæringarnar á styttum
Jóns Sigurðssonar og Alberts Thorvaldsens hafi snúist um að koma rétt
merkingarþrunginni táknmynd á tilskilinn stað svo borgin gæti lesist hug-
myndafræðilega rétt (frelsishetjuna á þingið en hálfdanann úr augsýn) má
spyrja hvaða gildi megi gæða Leif. „Ætla má að því miðlægara sem líkneski
er í opinberu rými þeim mun mikilvægara sé hlutverk viðkomandi ein-
staklings í samfélaginu“.56 Hvert var hlutverk Leifs og hvaða veruleika
stóð hann fyrir, sem hópar í þjóðfélaginu geta stuðst við?
Hæst bylur í tómri táknmynd
Spurt er hvað Leifur Eiríksson gerði fyrir Ísland. Sigldi hann ekki bara
burt héðan? Af hverju vill þjóð hafa landflóttamann steyptan í eir, uppi á
bleiku granítgrjóti, á hæsta bletti í bænum? Þar höfum við mann sem var
fæddur, nauðugur viljugur, á Íslandi, var fluttur á barnsaldri til Grænlands
þar sem hann óx úr grasi til þess að sigla til Ameríku þar sem hann hafðist
við árangurslausar tilraunir „til að koma upp strandvirkjum á ströndum
fagurs en vel varins lands“ og gekkst loks noregskonungi á hönd.57 Einar
Haugen talaði um „bönd sem tengja Evrópu og Ameríku saman, og stöðu
Íslands sem útvarðar í þessari röð menningarvígja“.58 En spyrja má hvort
Ísland sé ekki fremur leiksoppur? Leif rak bara á milli landa, hugsanlega
– því enginn veit neitt með vissu þar sem það liðu 400–600 ár frá því að
atburðirnir áttu sér stað og þar til þeir voru ritaðir – stelandi öllu steini
léttara, ruplandi og nauðgandi og svo þegar greddan var úr honum gerðist
54 Grein Geertz kallast „Ideology as a cultural System“ og hana er að finna í The Int-
erpretation of Cultures, Basic Books classics, vantar útgáfustað: Basic Books, 1977,
193–204.
55 Sbr. skilgreining Michaels Freeden á hugmyndafræði í Ideology: A Very Short
Introduction, new York: oxford University Press, 2003, bls. 2. „Ideologies, as we
shall see map the political and social worlds for us. We simply cannot do without
them because we cannot act without making sense of the worlds we inhabit“.
56 Jón Karl Helgason, Ódáinsakur, bls. 42.
57 Einar Haugen, „Ameríka, Ísland og Leifur Eiríksson“, Lesbók Morgunblaðsins, 24.
október 1965, bls. 1.
58 Einar Haugen, „Ameríka, Ísland og Leifur Eiríksson“, bls. 12.
KJaRtan MÁR óMaRSSon