Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 78
77
þess að helgibrot dulinnar hugsunar í borginni tækju sér form með aug-
ljósari hætti.
Óþekktur höfundur ritar grein í Nýja dagblaðið 1935 þar sem hann setur
sig í spor ferðamanns – hests Tolstojs – og gengur um holtið. Hann byrjar
mál sitt á því að segja að Reykjavík sé háborg íslenskrar menningar, og á
Skólavörðuhæðinni sé vísir að hámenningartorgi. Hann gerir sér næst í
hugarlund að allir útlendingar „sem nokkurt vit hafa á höggmyndalist“
hljóti að gera sér leið að Listasafni Einars Jónssonar til þess að drekka í sig
íslenska listkynngi.68 Þegar stigið er út úr safni Einars „koma ferðamenn
auga á myndastyttu, víking, sem ber við loft skammt frá hátorginu fyr-
irhugaða. Þeir vilja gjarnan sjá þetta listaverk nær. Reykjavík er ekki mjög
auðug að styttum undir beru lofti. og forvitnin vex“.69 Greinarhöfundur
ímyndar sér næst að ferðamennirnir virði fyrst fyrir sér framhlið styttunn-
ar en vindi sér svo að baki hennar þar sem þeir sjá meðal annars áletrunina:
„Leifr Eiricsson. Son of Iceland. Discoverer of Vínland. The United States
of America to the People of Iceland on the one thousandth Anniversary of
the Althing A. D. 1930“.70 En þeir sjá meira en áletrunina.
Á henni og umhverfis hana alstaðar sjá þeir mjög áberandi merki
þeirrar athygli sem íbúarnir í menningarháborg Íslands, veita þess-
um fagra virðingarvotti. Það er sama athyglin, sem hundarnir veita
hinum og þessum þúfum, sem á daglegum vegi þeirra verða. Þessi
merki eru nú svo rækilega brennd inn í granítsteininn, að líklega er
alveg ómögulegt að þvo þau burtu, né anganina, sem fylgir vegs-
ummerkjunum og sem hver golublær færir að vitum áhorfenda. Slík
vegsummerki verða ekki á einni viku eða einum mánuði, né á einu
ári. Sú menning, sem getur framleitt slíkt, verður árum saman að
hafa átt sér vísa verndun og alúð valdhafanna í höfuðborg Íslands.
og vafalaust halda þeir verndarvængnum yfir þessum menningar-
votti a.m.k. fram yfir ferðamannagöngur í sumar. og því skyldu þeir
ekki rólegir gera það? Öll vegsummerki á Skólavörðuhæðinni bera
bæjarstjórn Reykjavíkur jafn ótvíræðan vott um visst menningar-
stig.71
68 Höfundur óþekktur, „Erlendir ferðamenn og Akropolis Bæjarstjórnarinnar“, Nýja
dagblaðið, 16. júní 1935, bls. 3.
69 Sama stað.
70 Sama stað.
71 Sama stað.
TÝnDI SonURInn