Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 79
78
Leifur er fastur í tíma, orðinn að helgimynd á holtinu, en í stað þess að
vera tilbeðinn líkt og velunnarar íslensku þjóðarinnar hafa vísast óskað sér
er hann hæddur. Ráðagerðir stjórnvalda og undanbrögð borgaranna tak-
ast á í gjörningi sem minnir á hland-krist Serranos frá 1987. Umgengnin
og virðingarleysið sem styttunni er sýnd er dæmi um helgimyndabrot (e.
iconoclasm) og listrænan mótmælagjörning í senn. Leifi sem innihaldslausri
táknmynd og fortíðarmanni er hafnað og í sömu andrá skilgreinir brota-
maðurinn sig sem andstæðu hans: maður framtíðar og framfara borgarinn-
ar. Í bókinni Under the Hammer talar James Simpson um að helgimynda-
brot af þessu tagi séu einkennandi fyrir vestrænan nútíma. Hvort sem það
er í hugsun eða í framkvæmd, þá er uppreisnarmenning í Vesturlöndum
fólgin í því að sjálfsmynd er sköpuð með því að vanhelga eða brjóta tákn-
myndir þeirra sem fóru á undan.72 Maður getur „ekki dröslast með hræið
af pabba sínum út um allt“.73
Þannig má sjá að sá sem mígur á Leif er í raun að gera annað og meira
heldur en að létta af sér. Sá sem mígur á Leif er að setja mark sitt á ritun
borgarinnar, krota klúryrði á spássíuna, og fyrir vikið er styttan af land-
flóttamanninum innan írónískra gæsalappa. Það er sköpuð fagurfræðileg
fjarlægð milli þeirra sem lifa í borginni og þeirra sem skipa henni.
Sá hugmyndafræðilegi þungi sem er fólginn í holtinu þarf að samræm-
ast þankagangi borgarinnar. Þegar hugmyndir framkvæmdaaðila formsins,
þeirra fáu útvöldu sem koma að mótun borgarinnar – verkfræðinga, arki-
tekta, stjórnmálamanna og hagfræðinga, svo eitthvað sé nefnt – stangast á
við vilja íbúa hennar er andstaða í einhverri mynd óhjákvæmileg. Hversu
skýrar væri hægt að tefla fram andúð sinni í hegðun, ferli og atorku sem
tekur sér birtingarmynd í forminu en að brenna vanþóknun sína inn í eitt-
hvert sterkasta grjót sem til er – granítið. Dropinn holar steininn.
Spyrja má hvaða táknmynd, hvaða veruleiki, það er sem Leifur stendur
fyrir og hópar þjóðfélagsins neita að styðjast við en kjósa heldur að míga á?
Það stenst ekki skoðun að halda því fram að helgimyndabrotið hafi falist í
því að undanskilja gerendur frá forfeðrum sínum. Eins er ólíklegt að gagn-
72 James Simpson, Under the Hammer: Iconoclasm in the Anglo-American Tradition, new
York: oxford University Press, 2010, bls. 4.
73 Benedikt Hjartarson, „Af þrálátum dauða og upprisum: Ótímabærar hugleiðingar
um hefðarvitund og nýsköpun“, Són: tímarit um óðfræði, ritstj. Kristján Eiríksson;
Þórir Helgason; Einar Sigmarsson; Kristján Árnason; Ragnar Ingi Aðalsteinsson,
Reykjavík: Óðfræðifélagið Boðn, 2003, bls. 173–207, hér bls. 204. Benedikt vísar
sjálfur í Guillaume Apollinaire, Les Peintres cubistes, ritstj. L.c. Breunig og J.cl.
chevalier, París: Hermann, 1965, bls. 46.
KJaRtan MÁR óMaRSSon