Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 80
79
rýnin snúist gegn Leifi sem persónu. Væri það nóg eitt og sér væri vísast
allt goðahverfið í Þingholtunum í rústum, útkrotað og útmigið.74 Það
liggja aðrar og dýpri ástæður að baki. Hér framar var minnst á umpólun
andstæðupara sem eiga óneitanlega sinn þátt í þeim viðtökum sem Leifur
hlýtur. Skömmu áður en gjöf Bandaríkjamanna var siglt til landsins voru
Íslendingar byrjaðir að hasla sér völl á alþjóðlegum vettvangi.
nútíminn og listin fóru hönd í hönd eins og sjá má af orðum Sveins
Björnssonar sendiherra í Berlín: „nútíma Íslendingar keppa eftir því að
skapa list sem getur staðið jafnfætis því er málarar annara þjóða hafa að
bjóða“.75 Íslensk myndlist fór í útrás og sýning var haldin á íslenskum verk-
um í Kaupmannahöfn, Lübeck, Hamborg og Berlín. Sýningin var eflaust
ráð í tíma tekið því eins og sjá má af grein sem birt var í Morgunblaðinu
sópaði ekki beinlínis að íslenskum listamönnum úti í heimi:
Lengi vel var það óráðið hvort sýningin nokkurn tíma yrði haldin
í Berlín, því listfræðingar þar í borginni kváðust aldrei hafa heyrt
getið um málara á Íslandi, eða íslenska list, og eigi væri hægt að
halda sýningu á því sem ekki væri til.76
Sýningin var fjölsótt og þótti stórsigur fyrir Íslendinga. Þjóðin hafði því
tæpast fyrr fengið kúltíverað klapp á bakið, eftir því sem íslenskir blaðamenn
sögðu, en tuttugu tonna áminningu um þau gildi sem gerðu Íslendinga að
óhefluðum kotbændum var plantað á holtið, og það er sú hugmynd sem
migið var á. Styttan af Leifi varð fyrir barðinu á helgimyndabrjótum af því
að hún var efst á Skólavörðuholtinu. Hefði hún verði sett í mitt goðahverf-
ið hefði vísast enginn sýnt henni þá stæku óvirðingu sem hún varð fyrir á
holtinu því hún hefði verið í sínu rétta umhverfi. Styttan, staðsett á holt-
74 Lengi vel var það óráðið hvort sýningin nokkurn tíma yrði haldin í Berlín, því list-
fræðingar þar í borginni kváðust aldrei hafa heyrt getið um Goðahverfið – sem átti
upprunalega að heita Ásgarður – var að verulegu leyti byggt upp á milli 1906 og
1929. nafngiftin helgast af því að götunöfn hverfisins eru sótt í norræna goðafræði.
Þar eru til að mynda Freyjugata, Urðarstígur, Lokastígur, nönnugata, Haðarstígur,
Óðinsgata og Þórsgata. Hverfið afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti og Bar-
ónsstíg. Sjá: Höfundur óþekktur, „Goðahverfið“. http://bokmenntaborgin.is/?post_
type=mapplace&p=853. [sótt 6. september 2013]; Höfundur óþekktur, „Goðahverfið
í máli og myndum“, Morgunblaðið, 3. október 2007. Sjá: Sjá: http://www.mbl.is/
greinasafn/grein/1167994/. [Sótt 14. janúar 2014]. [Sótt 14. janúar 2014].
75 Georg Gretor, „Íslenska sýningin í Þýskalandi“, Morgunblaðið, 14. september 1928,
bls. 3.
76 Sama stað.
TÝnDI SonURInn