Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 83
82
á harðbalakotum eða hásetar á mótorbátum sem höfðu hagnast á því að
hamra járnið meðan það var heitt og hremma glóðvolgar gæsir.
Leifur vísar aftur í tíma sem stóðu kannski Reykvíkingum ekki jafn
fjarri og ætla mátti, en einnig fram á við. Hugmyndin var ný en maðurinn
var forn. Leifur er í hringabrynju og brynhosum en skikkjan flaksast á
öxlum hans. Hann er með öxi, gyrtur sverði, sem hann dregur úr slíðrum
með hægri hendi, en í vinstri hendi heldur hann á krossmarki, sem hann
ber upp að hjarta sér.81 Leifur er áræðinn og framtakssamur, landnemi
og frumkvöðull. Hann er tækifærissinni sem lætur einskis ófreistað. Með
krossinn fyrir brjósti sér og sverðið brugðið er hann hvort tveggja hlut-
tekning mótmælendasiðferðisins og anda auðhyggjunnar. Hann stendur á
holtinu og innlimar þráttavanda íslenskrar þjóðarsálar: nýríka sveitamann-
inn og heimsmanninn auralausa.
Leifur hefur vísast ekki lokið hlutverki sínu, því annars væri búið að
ryðja honum burt fyrir einhverju boðlegra.82 Hann stendur djarfmannlega
í stafni og horfir niður Frakkastíginn, sömu leið og Ingólfur sigldi inn. Þar
í höfninni bíður hans skip úr ryðfríu stáli, bíður þess að ferðaglampinn í
augum hans verði að meiru en ávæningi um nýja sigra. En þangað til að sá
dagur rís prýðir Leifur holtið, óboðinn andvaragestur.
Á G R I P
Týndi sonurinn
Hugleiðing um líkneski Leifs heppna Eiríkssonar
Í greininni er líkneski Leifs heppna Eiríkssonar skoðað í menningarsögulegu sam-
hengi. Spurt er hvort Leifur eigi rétt á sér sem menningarlegur vísir í íslensku sam-
hengi eða hvort hann sé tóm táknmynd. Færð eru rök fyrir því að þrátt fyrir að
umboðsmenn þekkingarinnar á Íslandi á 20. öld hafi tileinkað sér Leif sé það í raun
byggt á misskilningi eða uppspuna. Eins eru færð rök fyrir því að Leifsstyttan sé
táknræn fyrir innrás bandarískra menningaráhrifa á Íslandi.
Lykilorð: Leifur heppni, Skólavörðuholt, Skipulagsmál, Menningarpólitík, Sjálfs-
mynd þjóðar, Bandaríkin
81 Höfundur óþekktur, „Leifur heppni afhjúpaður“, bls. 3.
82 Eitt megineinkenni auðhyggjunnar er ótakmarkaður vöxtur og því mætti deila um,
fallist maður á að Leifur sé táknmynd hennar, hvort hlutverki hans verði nokkurn
tíma lokið.
KJaRtan MÁR óMaRSSon