Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 96
95
Snorri Ásmundsson (f. 1966) er myndlistarmaður sem með opinberum athöfn-
um hefur reynt að hafa áhrif á samfélagið. Með umfangsmiklum gjörningum
hefur hann reynt á félagsleg þolmörk innan t.d. stjórnmála og trúarbragða og
kallað fram, oft snörp, viðbrögð sem hafa þýðingu sem hluti af listaverkunum.
Verkin hafa oft kaldhæðnislegan undirtón en gjörningar hans hafa meðal ann-
ars falið í sér sveitarstjórnarframboð (Vinstri hægri snú, 2002), forsetaframboð
2004, hugleiðslu (Pyramid of Love, 2006), krossfestingu (For you, 2008), afláts-
bréf (Letter of indulgence, 2008), beiðni um líklán (Looking for dead bodies, 2008)
og fegurðarbúðir (Beauty Camp Weekend, 2009). nýleg verk hans Hatikva
(2014) og Framsóknarmaðurinn (2014) vöktu nokkur viðbrögð og fjölmiðla-
athygli og þar á meðal gagnrýni Hauks Más Helgasonar (f. 1978) heimspek-
ings og rithöfundar sem skrifar meðal annars greinar um list og samfélagsmál
fyrir Reykjavík Grapevine. Í þessu samtali snertum við á umræðunni í kringum
þessi verk en ræddum einnig hlutverk íroníu, háðs og gagnrýni, tengsl íron-
ískra verka við listafólk og umhverfi þeirra, tjáningarfrelsi og samfélagslega
samræðu.
Kristinn Schram
Kristinn:
Ég held að það væri ágætis útgangspunktur að rifja upp umræðuna um
verk Snorra: Hatikva (Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson
sá um kvikmyndatöku og klippingu, Rannveig Gísladóttir sá um búninga).
Haukur Már upplifði gyðingaandúð í verkinu. Greiningin á þeirri upp-
lifun, og á þeim þáttum sem myndbandið er sett saman úr, er um margt
athyglisverð og tengist umfjöllunarefninu vel. Það væri því kannski ágætt
ef þú byrjaðir á að rifja það stuttlega upp Haukur og samræður ykkar
Snorra um efnið.
Kristinn Schram
Íronía, tjáningarfrelsi og leyfið til að sjá
Samtal við Snorra Ásmundsson og Hauk Má Helgason
Ritið 1/2015, bls. 95–106