Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 97
96
Haukur Már:
Líklega er óþarft að taka það fram, en ég kann því þó betur, að ég hef verið
mjög hrifinn af sumum verkum Snorra, og finnst hann merkilegur lista-
maður. Það er þetta tiltekna verk sem hér er til umræðu. Trúlega munu
einhver stór orð koma við sögu, en ekki alltaf sem bein umsögn um verkið,
og aldrei um manninn. og þá annar fyrirvari: Ég hika sjálfur við orðalagið
„upplifun“ og myndi frekar vilja segja að í verkinu hafi ég borið kennsl á
anti-semitísk stef. Viðfangsefnið er vitsmunalegt, og tiltölulega hlutlægt.
Snorri blandar saman gömlum steríótýpum um gyðinga og nýjum
ímyndum frá Ísrael. Það sem mér þykir vanta, til að verkið sé raunverulega
pólitískt, er einmitt íronía. Íronía sem grundvallar-útgangspunktur allrar
heiðarlegrar hugsunar: fyrirvari um merkingu orða og hugtaka, fyrirvari
um samsömun, meðvitund um bilið milli orðanna og veruleikans, og leik-
rýmið í þessu bili.
Við áhorf á áróðursverk, hvort sem er verk nasista gegn gyðingum eða
nýleg Youtube myndbönd gegn múslimum, er það fyrsta sem blasir við
fullkomin fjarvera allrar íroníu – það virðist einkenni hatursáróðurs. og
það fyrsta sem slær mig er heimska slíkra verka. orðum eða hugtökum
er í slíkum verkum yfirleitt ætluð ákveðin fullkomnun, ákveðin alger inn-
römmun, hvort sem það er: „svona eru gyðingar“, „svona eru múslimar“,
„svona er cIA“, „svona eru Bandaríkin“ – eða í ákveðnum kimum Íslands
KRISTInn ScHRAM
Snorri Ásmundsson: Hatikva, 2014. Stilla úr tónlistarmyndbandi. Futuregrapher
útsetti tónlistina, Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu, Rannveig
Gísladóttir sá um búninga.