Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 98
97
í hruninu: „svona er Gordon Brown og Bretland“ o.s.frv. Gyðingar sama-
sem meindýr, múslimar samasem hryðjuverkamenn. Þjóðverjar samasem
nasistar er, eins og útlaginn Bertolt Brecth þreyttist ekki á að benda á í
stríðinu, alveg jafn vitlaus samsömun. Hatursáróður einkennist af stórum
og afgerandi samasem-merkjum, sem er beitt til að framleiða óvini.
Þessi aðgerð, þess háttar samasemmerki, mætti mér sem grunnvirkni
verksins Hatikva. „Gyðingar eru menning strangtrúargyðinga, eru Ísrael,
eru mongólítar. Þetta er auðvitað orðið sem enginn notar en allir ólust upp
við – og er gildran í verkinu: ef þú segir að það sé niðrandi að vera líkt við
fólk með Downs heilkenni ertu sjálfur farinn að gera lítið úr þeim hópi –
sem, vel að merkja, er um þessar mundir auk þess verið að útrýma. Hins
vegar er verkið svo yfir-tákngervt að þátttaka þeirra er ekki essentíal, nema
sem svona brella, til að þagga niður í gagnrýnendum. Í verkinu var háð í
merkingunni „mockery“, hugsanlega „ridicule“, en þar var engin íronía.
Íronískt listaverk leggur sig, í mínum huga, ekki eftir samasemmerkj-
um heldur aðgreiningum. Í samhengi pólitískrar ádeilu, til dæmis þeim
aðgreiningum að ríkisstjórn er ekki ríki, að ríki er ekki samfélag, að samfé-
lag er ekki einstaklingarnir, að einstaklingarnir eru varla með sjálfum sér.
Meistaralegt íronískt kvikmyndaverk um Ísrael og Palestínu er til dæmis
kvikmyndin Divine Intervention eftir Palestínumanninn Elia Suleiman. Það
sem við eigum sameiginlegt, segir íronían, eina samasemmerkið í heim-
inum, er að við fyllum aldrei út í fötin okkar og erum öll hlægilegar verur.
Ekki bara hinir.
Snorri:
Þegar ég fékk hugmyndina af verkinu Hatikva veturinn 2011 bjó ég í
Antwerpen, í Belgíu, en þar búa margir strangtrúaðir gyðingar sem sýndu
oft mikið yfirlæti og hroka í framkomu. Mér misbauð einnig yfirgang-
ur stjórnvalda í Ísrael gagnvart Palestínumönnum og langaði að benda á
hræsni þeirra sem gengu um götur hrindandi fólki sakandi það um gyð-
ingahatur á meðan stjórnvöld í Ísrael mismuna Palestínumönnum gróflega
fyrir það eitt að vera ekki af júdískum ættum. Ég hafði vissar efasemdir um
hugmyndina og ræddi hana við nokkra vini og samstarfsmenn í um tvö ár
áður en ég stakk mér ofan í laugina. Ég áttaði mig eftir þessar samræður á
því að ég væri að fara út á hálan ís og austurrísk vinkona mín fór meira að
segja að gráta af geðshræringu þegar ég ræddi hugmyndina við hana. Hún
varaði mig við að gera verkið svo viðbrögð Hauks Más koma mér ekki
ÍRonÍA, TJÁnInGARFRELSI oG LEYFIð TIL Að SJÁ