Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 101
100
helst að nefna orð sem Þórunn Egilsdóttur þingkona Framsóknarflokksins
beindi að Snorra á sýningarstað og túlka má sem íroníska hótun: „Ég vona
bara að þér vegni vel og þrátt fyrir það, að þetta komi ekki illa niður á
þér.“ Í kjölfarið má nefna hvatningarorð samflokkskonu hennar og núver-
andi ráðherra til Þórunnar: „Haltu áfram að miðla málum með þínum
ljúfa og háttvísa hætti.“
Viltu kannski segja aðeins frá þessu verki Snorri og viðbrögðum við því?
Þar birtist niðrandi skopmynd af Framsóknarmanni eða hvað? Var kannski
breiðari hópur í fókus þar? Þjóðernisinnuð og íhaldsöm valdaklíka? Var
það rétt túlkun hjá gagrýnanda DV, Kristjáni Guðjónssyni, að ætlunin væri
að afhjúpa valdníðslu?
Snorri:
Það má segja að mörg verka minna séu mitt persónulega svar eða við-
bragð við samtímanum og því sem mér liggur á hjarta í það og það skiptið.
Framsóknarmaðurinn er líkt og Hatikva ögrun við ríkjandi öfl. Eða yfirlýsing
mín um að ég fyrirlíti eða hafi „zero tolerance“ fyrir Framsóknarflokknum,
valdníðslu, skoðanakúgun og ritskoðun. Ég líð það ekki og hef aldrei þolað
þegar mér eru sýndir tilburðir í þá áttina. Hvort sem um er að ræða ein-
staklinga eða stjórnmálaöfl. Ég hika ekki við að bregðast við slíkum til-
burðum og við hverjum sem á í hlut og eignast stundum fjandmenn þegar
ég særi stolt viðkomandi með því að pota í hégómann. Þegar mér var
boðið að sýna í Betra Veður, Glugga Galleríi kom hugmyndin að verkinu
nær samstundis og er spegill á þankagang minn þá stundina.
Haukur Már:
Svo ég byrji á að svara Snorra örstutt, þá er ég einfaldlega sammála: rit-
skoðun á ekki að líða. Ég lít svo á að þegar gagnrýni beinist að listaverki,
þá standi gagnrýnandinn og listamaðurinn jafnfætis sem þátttakendur í
samtali. Tjáning er lítils virði þegar henni er ekki svarað. Ritskoðun eða
stýring með valdboði er af allt öðrum toga: á bakvið hana stendur ofbeldi
eða hótun um ofbeldi, hvort sem er af hálfu, til dæmis, viðskiptahringja,
glæpagengja, hryðjuverkahópa eða ríkisins. Líklega þætti flestum höfund-
um/gagnrýnendum það martraðarkennd tilhugsun að einhver valdhafi
tæki slíkt mark á þeim að hann ákvæði að þýða gagnrýni yfir á tungumál
ríkisins, það er valdbeitingu, og banna verk sem fá neikvæða umfjöllun.
Gagnrýni og ritskoðun eru óskyld fyrirbæri.
KRISTInn ScHRAM