Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 105
104
charlie Hebdo í París sér sérstakt menningarlegt samhengi sem beinlínis
gengur út á að ögra viðteknum venjum en það getur verið að slík ögrun
bitni stundum á þeim sem síst skyldi. og hver er raunveruleikinn á bak við
þá sjálfsmynd margra á Vesturlöndum: að við stöndum vörð um skilyrð-
islaust mál- og ritfrelsi?
Haukur Már:
Kringum charlie Hebdo liggja tvær mögulegar heimskugildrur: vinstri-
gildran að láta eins og tjáningarfrelsið sé einskis virði, jafnvel bara kúg-
unartæki; og hægriheimskan að láta eins og eina, eða jafnvel helsta hættan,
sem steðji að því sé frá íslömskum bókstafstrúarmönnum.
Markgreifinn af Sade sagði lýðræðið vera frelsið til að segja hvað sem
er, annars sé það ekki neitt. Listin hefur tekið að sér að vera vettvangurinn
þar sem Sade hefur, að þessu leyti, rétt fyrir sér. Hún setur sér þetta við-
mið, sem er ekki það sama og að uppfylla það. Listin hefur líka tekið að
sér, ásamt öðrum, að ryðja þessari forsendu pláss í heiminum. nýlega var
verk bræðranna Jake og Dino chapman fjarlægt úr nýlistasafninu MAXXI
í Róm þar sem í því fælist barnaníð. Sjálfsagt var verkið óverjandi á for-
sendum barnaverndar, eins og þeir halda fram sem kröfðust þess að það
yrði tekið niður. Ef list er einhvers virði í skilningi Sade, sem vettvangur,
þá er það hins vegar, meðal annars, fyrir að skapa rými þar sem jafnvel slík-
ar kröfur, þær mikilvægustu og skiljanlegustu, eiga ekki við.
Ef við erum fylgjandi bæði barnavernd og tjáningarfrelsi, eins og á
líklega við um flesta sem láta sig þetta viðfangsefni varða, þá erum við í
klípu. Frammi fyrir klípu er tvennt mögulegt: að slást eða að hugsa. Það er
aldrei víst að hugsunin dugi. Yfirleitt er hún í það minnsta ekki fljótari til.
Viðfangsefnið er áhugavert en það er ekki þar með sagt að ég hafi eitthvað
viturlegt um það að segja. Ég sé mér ekki fært að útkljá málið með ígrund-
uðum texta, ekki einu sinni fyrir sjálfan mig – en það má kanna það.
Í upphafi bókarinnar Að gefnu tilefni segir Þorgeir Þorgeirson svo frá:
„Það gerðist hér á stríðsárunum í Reykjavík sem margoft hendir í styrjöld-
um að maður var drepinn. Sagan segir að þetta hafi verið breti, enda fannst
líkið í Fischersundi og heyrði strax undir Reykjavíkurlögregluna sem kom
óðara á vetvang þegar á hana var kallað. Lögginn sem kom sá undireins að
þarna var um morð að ræða en ekki löglegt mannfall í stríði þó staðurinn
bæri þetta framandlega nafn sem enginn heiðarlegur maður gat skrifað
villulaust. En skýrslu varð að gera. og fræg er lausn pólitímannsins á því
KRISTInn ScHRAM